Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 58

Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 58
152 KIRKJURITIÐ ætlaðir æskulýðnum, og eru ortir undir lögum, sem jafnan er vitnað til. Náðu þeir einnig ágætlega tilgangi sínum; ungir 03 gamlir lærðu þá utanþókar og sungu þá bæði við guðsþjónustur og á mannamótum. M. B. Landstad tók einn- ig upp úrval úr þeim í sálmabók sína, og er suma þeirra enn að finna í hinni endurskoðuðu útgáfu hennar. önnur trúarljóð Petters Dass fjalla um valin efni úr Gamla- og Nýja testamentinu, svo sem safnið „Aandelig Tidsfordriv eller Bibelsk Visebog“ (Andleg dægradvöl eða Biblíuljóð), er einnig varð víðlesið og vinsælt af almenn- ingi, ekki sízt sálmurinn um loforð Jefta, er sérprentaður hefir verið ótal sinnum bæði í Noregi og Danmörku. Þá færði hann í ljóðabúning bækur Ritningarinnar um Ruth, Esther og Júdit, en af þeirri bók kom aðeins út ein útgáfa (1723), og er hún þó að ýmsu leyti merkileg, ber vitni hæfi leika höfundarins til söguljóðagerðar og samfelldrar frá- sagnar. Umfangsmest trúarlegra rita hans í bundnu máli er þó hið mikla sálmasafn hans ,,Evangelie-Sange“ (Guð- spjalla-söngvar), einn fyrir hvern sunnudag kirkjuársins; þó að söngvar þessir jafnist eigi á við aðra beztu sálma hans, er eigi að síður margt vel um þá, enda hafa þeir komið út í fjöldamörgum útgáfum og því náð mikilli hylli og útbreiðslu, svo að sumir þeirra hafa verið sungnir fram á vora daga. Andleg Ijóð Petters Dass, ekki sízt endursagnir hans úr bókum Ritningarinnar, bera glögg vitni frásagnargleði hans, og djarflega horfist hann einnig í augu við raun- veruleikann í þeim skáldskap sínum. Rétttrúnaðarmaður var hann að þeirrar tíðar hætti; kenning hans óvæg og karl- mannleg, starfs- og stríðstrú, heilbrigð og laus við alla ofurviðkvæmni. Trúartraust hans var á bjargi byggt, en um annað fram leggur hann áherzlu á trúna sem leiðar- stjömu hérna megin grafar, túlkar hana í sambandi við mannlegt líf, kjör og andlegar þarfir þess fólks, sem hann lifði og starfaði með. Hann yrkir jafnan með safnaðar-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.