Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 63

Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 63
MINNING GANDHIS 157 um ættum til háskólanáms í Bretlandi. Hann hafði lent í nokkrum efasemdum um feðratrú sína, en eftir nokk- ura dvöl í Bretlandi varð honum Ijóst, að kristinn maður vildi hann ekki verða. Þá þekkti hann naumast Nýja testa- mentið eða frumkristnina, og hann dæmdi kristnina að- eins eftir því, hvernig hún var boðuð í kirkjum Bretlands, og hvernig menn lifðu hana í Lundúnaborg. Hann tók síðan fullum sáttum við feðratrú sína og var einlægur Brahmatrúarmaður til dauðadags. En nokkurum árum síðar fór ungi Indverjinn að kynna sér nákvæmlega guðspjöllin, og þau kynni urðu til þess, að hann lagði grundvöllinn að þeirri baráttuaðferð, sem hann reyndist trúr til æviloka. Hann vann með henni furðu- legri sigi’a en heimurinn er enn búinn að átta sig á, og hann innsiglaði hana með píslarvættisdauðanum, sem vakti harm, er bergmálaði um heim allan. Mahatma Gandhi, ,,hin stóra sál“, eins og þjóðin hans kallaði hann, fullyrti, að hliðstæðu við kenning Krists hefði hann fundið í átrúnaði feðra sinn, en hitt er Ijóst, að sterkust urðu áhrifin frá honum, sem boðaði sigur- mátt hógværðarinnar, kærleikans og hinnar ofbeldislausu baráttu, unz hann lauk lífi sínu á Golgata með bæn á vör- um um fyrirgefning fyrir þá, sem urðu morðingjar hans. Þegar Mahatma Gandhi hné óvígur fyrir byssukúlunni, neytti hann síðustu kraftanna til þess að bera hönd sína upp að enni sér, sem er hið indverska tákn þess, að mót- gjörðin sé fyrirgefin. Með blygðun hljótum við kristnir menn að játa, að utan þeirra vébanda, sem vér setjum kristindóminum, var þessu Krists-lífi lifað. Meginreglur Krists, sem fegurst eru sett- ar fram í Fjallræðunni og Píslarsögunni, voru fram- kvæmdar með merkilegum hætti í heiðni Indlands, meðan valdhafar kristna heimsins ýmist troða þær fótum eða tala um þær sem fagra en gersamlega óframkvæmanlega hugsjón. Hljótum vér ekki að vona, að heimurinn geti eitt- hvað af þeirri staðreynd lært, að fyrir hugsjónir Krists,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.