Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 68

Kirkjuritið - 01.04.1948, Side 68
162 KIRKJURITIÐ vandan Farísea að þola bersynduga konu í húsum sínum. En þetta áform hefir skyndilega vikið fyrir þeirri hugsun, að hér byðist ágætt tækifæri til þess að sjá, hvort þessi Jesús væri sá maður, sem hann þóttist vera. Ef hann var spámaður, myndi hann þegar í stað vita, að konan, sem kraup við fætur hans, var bersyndug, og þá myndi hann vafalaust taka af Símoni ómakið, og segja konunni að hypja sig á burt. — Enginn vammlaus og sómakær maður gæti verið þekktur fyrir, að eiga nokkuð saman við slíka manneskju að sælda. „Símon! ég hefi nokkuð að segja þér“. Það eru fyrstu orðin, sem Jesús mælir eftir að konan kom inn. — Hann hefir setið þögull og afskiptalaus, lofað geðshræringu hennar að fá óhindraða útrás, og augu hans hafa stöðugt hvílt á húsráðandanum. — „Símon! ég hefi nokkuð að segja þér.“ „Seg þú það, herra.“ „Lánardrottinn nokkur átti tvo skuldunauta. Annar þeirra skuldaði honum fimm hundruð denara en hinn fimmtíu. Nú er þeir áttu ekkert til að borga með, gaf hann þeim báðum upp. Hvor þeirra skyldi nú elska hann meira?“ Símon svaraði og sagði: „Ég hygg sá, sem hann gaf meira upp.“ Og Jesús sagði við hann: „Þú ályktaðir rétt.“ Síðan sneri hann sér að konunni og sagði við Símon: „Sér þú konu þessa? Ég kom í hús þitt og þú gafst mér ekki vatn á fætur mína — en hún vætti fætur mína með tárum sín- um og þerrði þá með hári sínu. Þú gafst mér ekki koss; en frá því ég kom inn hefir hún ekki látið af að kyssa fætur mína. Ekki smurðir þú höfuð mitt með olíu, en hún hefir smurt fætur mína með smyrslum. Þess vegna segi ég þér: Hinar mörgu syndir hennar eru fyrirgefnar, því að hún elskaði mikið. En sá elskar lítið, sem lítið er fyrirgefið.“ Og hann sagði við konuna: „ Syndir þínar eru fyrirgefnar — far þú í friði.“

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.