Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 72

Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 72
166 KIREJURITIÐ sálargöfginni. Sé sá vegur genginn í fullkominni einlægni hugans, verður hann án efa greiðasti vegurinn. — En þér, sem ætlar að halda þann veg, vil ég í krafti kenningar Jesú Krists segja þetta: Flekklaust ytra líf getur því aðeins orðið þér leiðin til Guðs ríkis, að það stuðli að því að auka samúð þína og kærleiksþel. Góðverk þín mega ekki vera eins og gjafir, sem séð er eftir. Krossfesting ástríðna þinna má ekki vekja hjá þér dómgirni og siðferðishroka. Ef sú verður raxmin á — ef sjálfsafneitun þín verður til þess að kæla huga þinn í garð meðbræðra þinna, eru þær unnar fyrir gýg. — Nei, verra en það, — raunverulega hafa þær þá aukið á fátækt sálar þinnar. Lífið sjálft hefir staðfest kenningu Jesú Krists um dyggð og synd og sálarþroskun á eftirtektarverðan hátt. — Þú skalt virða fyrir þér með gaumgæfni andlitin á öldruðu fólki, sem þú mætir á lífsleiðinni. Ef þú ert mannþekkjari, geturðu lesið sögu hvers einstaks manns í andliti hans. Þær sögur, sem þú lest þar, verða harla ólíkar. Þú munt sjá andlit með björtum og heiðríkum svip, þar sem góð- vild og samúðarhugur skín úr hverjum drætti. Og þú munt sjá andlit, bólstrað af skýjum öfundar og mann- haturs. Og þú munt sjá andlit af allskonar milligerðum milli þessara höfuðandstæðna. — Ef þú ferð að kynna þér æviatriði þessa fólks, muntu komast að raun um það, að björtu andlitin tilheyra stundum mönnum, sem hafa gerzt sekir um ýmiskonar áberandi hrasanir. Hitt kemur líka fyrir, að skuggalegu andlitin tilheyra mönnum, sem hafa alla æfi þrætt götu almennra siðaboða, svo að ekki verður að fundið. — Hefir þá lífið gert sig þarna sekt um ranga skráningu? Nei, þér er óhætt að treysta því, að lífið hefir bókað rétt. Hin óvænta útkoma stafar af því, að það hefir ekki skráð sögu hinna ytri atburða. Það gerir lífið aldrei. Það virðist líta eins á það og Jesús Kristur, að sú saga skipti raunverulega ekki máli. Lífið skráir á andlit manns- ins sögu, sem er þýðingarmeiri — sögu hins innra manns.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.