Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 75

Kirkjuritið - 01.04.1948, Page 75
ÉG HEFI NOKKUÐ AÐ SEGJA ÞÉR 169 aðra tilveru, mun herra lífsins eingöngu líta á það, hvað þar hefir náð að dafna. — Gleymum ekki, að blómin, sem hann hefir mestar mætur á, eru hinar rauðu rósir kærleikans. Reynum, vinir, að helga þeim blómum sem stærstan reit í akri sálar vorrar. Pétur Magnússon. Kristileg œskulýðsfélög. Nú á tímum vantar sízt verklegar framkvæmdir. Véla- menningin vex hröðum skrefum, skólum fjölgar og þá jafnframt því fólki, er við þá stundar nám. Þetta út af fyrir sig er gleðiefni. En maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. Jafnvægið í mannlífinu má aldrei vanta, ef vel á að fara. Þess vegna þarf að sinna þörfum hins innra manns ekki síður en þess ytra. Mest aðkallandi nauðsynjamálið er að leggja sem mest kapp á að glæða Guðs neistann, sem felst í hverri manns sál, gjöra hann að þeirri heilögu glóð, sem máttugust er til að örfa kristilega menningu, siðgæðisþroska, kærleiks og samstarfsanda. Þetta mun alltaf reynast farsælasti orkugjafinn, sú andlega og líkamlega heilsuvernd, sem er gulli og gimsteinum dýrmætari. Islendingar hafa meira en nóg af nafnkristni, hún er hálfvelgja, hræsni, glæta, sem óvíst er að betri sé en myrkr- ið. Hún skemmir hina andlegu sjón fólksins. Kristindómurinn er ljós til þess að lýsa, verma, göfga og gleðja mannssálirnar, því þá ekki að tendra það svo, að komi þeim að notum, sem til er ætlazt. Mesta mein mann- lífsins orsakast af því, að þetta ljós hefir svo oft blaktað á skari.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.