Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 79

Kirkjuritið - 01.04.1948, Síða 79
BÆKUR 173 kom út minningarrit hans, sem þeir Björn Magnússon, dósent, og séra Benjamín Kristjánsson hafa samið. Er það í tveimur bindum. Hið fyrra er saga Prestaskólans og Guðfræðisdeildar Háskólans 1847—1947. Hefir séra Benjamín ritað það bindi. Er það í rauninni geysimikið verk, alls 392 bls., með heimilda- og nafnaskrá, en hefði orðið enn meira, hefði tími og útgáfufé leyft. Eins og lesendur Kirkjuritsins muna, þá hafa birzt þar nokkrar greinar um skólahald á biskupsstólunum fornu eftir séra Benja- mín. Eru þær drög að allsherjarsögu um undirbúningsmenntun presta og hefðu vel átt heima sem inngangur að sögu Presta- skólans. Háskóli Islands á vafalaust dr. Pétri Péturssyni, fyrsta for- stöðumanni Prestaskólans, margt að þakka. Hann brýtur nýja slóð í menntunarmálum Islendinga, þrátt fyrir töluverða and- stöðu á fyrstu árum. Það var einnig skólanum til happs, að dr. Pétur skyldi sitja eins lengi á biskupsstóli og raun varð á. Þá gat hann óbeint haft töluverð áhrif á þróun skólans. Prestaskól- inn þroskast smám saman og er svo heppinn að njóta góðra kennslukrafta. Þegar Háskóli íslands var stofnaður, er Guð- fræðideildin mynduð úr Prestaskólanum. Hún nýtur sömu kennslukrafta áfram að mestu leyti og byggir á arfinum frá Prestaskólanum enn í dag. Prestaskólinn eins og Guðfræðideildin hélt í heiðri sannleiks- leit og víðsýni. Það er arfur hans, sem Guðfræðideildin varð- veitir enn í dag, hvort sem kennarar teljast í hóp nýguðfræðinga eða gamalguðfræðinga, enda má telja, að sú skipting sé nú að verða úrelt að ýmsu leyti. Framsetning séra Benjamíns er lifandi og ljós. Það er auð- fundið, að hann hefir lifað sig inn í efnið. En hún hefir gefið tilefni til blaðadeilu milli Páls Kolka og hans. Færi vel á því, að sem flestir læsu þessa bók og blaðagreinar þeirra í Morgunblað- inu til þess að fullvissa sig um, hvort rétt eða rangt sé með farið. Annað bindi hefir Björn Magnússon, dósent, samið. Er það kandídatatal 1847—1947. Þar er allra kandídata getið, og fylgir mynd af flestum. Hefir dósentinn unnið mikið verk við skrá- setninguna og unnið það vel, því að fáar eru þar villur. Er þetta kandídatatal mjög ýtarlegt og ótæmandi brunnur til að ausa úr fyrir þá, sem hnýsast vilja í hagi guðfræðinga. Á bls. 328—335 er skrá yfir þá, sem lokið hafa prófi við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.