Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 6
256
KTRKJURITIÐ
Frá Ijósanna hásal Ijúfar stjörnur stara
og stafa um næturhúmið geisla kranz.
Fylkingar engla létt um loftið fara,
og Ijúfir söngvar hljóma
um lífsins helgidóma,
um eilíft, heilagt alveldi kærleikans.
Ó, heilaga stjarna, rjúf þú voðans veldi
og varðaðu jarðarbarnsins myrka stig.
Ljósanna faðir, lát á helgu kveldi
hvert fávíst hjarta finna
til friðar barna þinna,
gef föllnum heimi náð til að nálgast þig.
Sjá, bróðurins hönd, þú blinda, sjúka hjarta,
sem býður þér leiðsögn yfir djúpin myrk.
Réttu fram hönd, nú brennur Ijósið bjarta.
Og þar, sem auðn var áður,
er ofinn geislabráður,
sú líftaug veitir sál þinni Ijós og styrk.
Ó, heilaga nótt, sem hrærir alla strauma,
sem helmyrkur regindjúpsins áður fal.
Blessuðu jól með barnsins dýrðardrauma,
sem opna harðlæst hliðin
og heilög setja griðin.
Sjá, þetta’ er hann, sem kemur og koma skal.
Jens Hermannsson.