Kirkjuritið - 01.12.1951, Qupperneq 8
258
KntKJURITIÐ
ur er að gáð, eru þær aðallega á sviði visinda og tækni.
Þekkingin hefir aukizt stórlega og vald mannsins yfir
efni og orku. Mennimir standa því miklu betur að vígi í
lífsbaráttunni en áður. Þó hefir þetta ekki, og mun aldrei
eitt reynast nægilegt til þess að gera þeim lífið farsælt
eða hamingjusamt hér á jörðu. Það þarf annað og meira
til þess að svo verði. Það þarf þroska mannsins sjálfs.
En hann hefir ekki orðið samferða þekkingunni og tækn-
inni, og líklega lítið aukizt frá því á dögum Krists.
Mennimir em enn með ósköp sviplíkum annmörkum
og ágöllum og þá var. En nú kom Kristur í heiminn til
þess að frelsa mennina frá andlegum vesaldómi þeirra og
vonzku. Hans er því jafnmikil þörf nú og nokkru sinni
fyrr. Og hinar ytri framfarir hafa síður en svo dregið
úr gildi Krists fyrir nútímann, þær hafa aukið það. Hin
háttlofaða þekking og tækni, sem eitt sinn var álitið að
frelsa mundi heiminn, hefir snúizt svo í höndum sinna
eigin frömuða, að tortíming getur af hlotizt, ef eigi er
aðgert hið bráðasta.
En nú kynni einhver, sem afsaka vildi áhugaleysi vort
á málefni Jesú Krists, að varpa fram þessum athuga-
semdum: Hafi mennirnir lítið batnað á þessum nítján öld-
um frá því, er Kristur starfaði hér á jörð, eru þá lík-
umar miklar fyrir því, að þeir taki upp á slíku í fram-
tíðinni? Og sannar þetta ekki átakanlega getuleysi Krists
til þess að frelsa heiminn? Til hvers er þá að setja traust
sitt á hann meir?
Sem svar við þessu má segja það, að líklegt má telja,
að tvö þúsund ár séu aðeins sem dropi í hafinu, miðað
við þroskabraut mannssálarinnar. Er því ekki að búast
við miklum árangri á svo skömmum tíma. Vér megum
engan veginn miða andlegan þroska mannsins við hinar
þekkingar- og tæknilegu framfarir, eins og þær hafa
verið hin síðustu ár.
Það er í rauninni ofur eðlilegt, að sundur dragi með
þekkingu mannsins og þroska hans. Á sviði þekkingar-