Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 11
FRELSARI FÆDDUR
261
Ef nú frelsunin er svo mjög á valdi vor sjálfra, hvað
er þá eiginlega að gera með Krist? Verður þýðing hans
þá ekki harla lítil?, spyr ef til vill einhver, sem mér er
ekki sammála.
Þýðing Jesú Krists er einfaldlega sú, að það gefst engin
önnur leið til frelsunar en hann. Hann einn er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Eða eins og Páll postuli orðar það:
„Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi er held-
ur annað nafn undir himninum, er menn kynnu að nefna,
er oss sé ætlað fyrir hólpnir að verða.“
Orsökin til ógæfu vorrar liggur þá hvorki í því, að vér
þörfnumst ekki Krists, að vér séum ánægð með lífið,
eins og það er, og þráum það, ekki æðra og betra, né í
hinu, að hann sé þess vanmegnugur að frelsa oss, Hún
liggur í því, að oss brestur dug og dáð til þess að taka á
oss byrði hans, enda þótt vér efumst ekki um, að hún hafi
sín ríkulegu laun fólgin í sjálfri sér.
Það er allt annað en auðvelt að afneita sjálfum sér,
en svo róttæk þarf stefnubreytingin að verða hjá oss,
að dómi Jesú, ef vér viljum fylgja honum.
En þetta verðum vér að gera fyrr eða síðar. Guð hefir
skapað oss — eða öllu heldur, hann er að skapa oss í sinni
mynd og til samfélags við sig, og hann mun ekki hætta
við hálfnað verk.
En því lengur, sem vér sláum þessari ákvörðun á frest,
því tregari sem vér verðum, því harðari kann sá skóli að
verða, sem þér þurfum að ganga í gegnum.
Þessvegna tökum vér því með fögnuði, þegar engill
Drottins tilkynnir oss nú fæðingu frelsarans, og verðum
samferða fjárhirðunum frá Betlehemsvöllum á fund hans.
Bjartmar Kristjánsson.