Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 36
286
KTRKJURITIÐ
leysisleg og ísmeygileg, t. d. eitthvað á þessa leið: Það
er sjálfsagt að vera góður maður og stunda manndyggð-
irnar. Það veitir lífinu mest gildi og það stuðlar að ham-
ingju sjálfra vor og annarra. 1 stuttu máli, það borgar
sig bezt, þegar á allt er litið. En til þess þarft þú ekki
að vera trúaður eða kristinn. Vitið og þekkingin kennir
þér þetta og það eru vísindin, sem eiga að vera þín trú-
arbrögð. Vísindin og listirnar eru hið háleitasta, sem vér
þekkjum. Þekkingin á heiminum og mönnunum er þess
megnug að bæta mennina og hún mun gjöra það, studd
af hinum fegrandi og göfgandi áhrifum listanna.
Þetta er röddin. Og þetta er ekki ein og ein rödd, sem
berst að eyrum einstöku ungmenna, því að þetta er heil
stefna í heiminum.
Lítum þá nánar á málið.
Það er óneitaniega gott og mikilsvert, að hver og einn
viti og skilji, að manndyggðirnar eru hin æðstu andlegu
verðmæti og að það ber að efla þær á allan hátt. Það
er nauðsyn, að öllum sé það Ijóst, að heill sjálfra þeirra
og annarra er undir því komin, og enda heill og ham-
ingja alls mannkynsins. Þekkingin á öllu þessu er góð,
mikilvæg og nauðsynleg. Það vitum vér, kristnir menn,
og viðurkennum ekki síður en aðrir, og því leggjum vér
líka áherzlu á að fræða hina ungu um þessa hluti, að
„kenna hinum unga þann veg, sem hann á að ganga.“
En svo er annað. Þekkingin ein er ekki nóg. Reynslan
hefir sýnt það og sannað. Eða skyldi allt ranglætið í heim-
inum stafa af þvi, að mennirnir viti ekki betur? Skyldi
ofbeldi og kúgun, sem á sér stað einnig á vorum tímum
hinnar miklu þekkingar, stafa af því, að forráðamenn
þjóðanna viti ekki betur? Skyldi óráðvendni og svik í
viðskiptum stafa af því, að kaupsýslumennirnir viti ekki
greinarmun á réttu og röngu? Nei, forráðamenn og for-
ystumenn þjóðanna vita betur, og fjöldi einstaklinga veit
betur; a. m. k. meðal þeirra þjóða, sem taldar eru mennt-
aðar. Hvað er það þá, sem vantar? Hvers vegna láta menn