Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1951, Síða 37

Kirkjuritið - 01.12.1951, Síða 37
ÞRJÁR RADDIR 287 ekki þekkinguna ráða? Það vantar nægilegt afl sann- færingarinnar. Það vantar, að manndyggðirnar séu runn- ar mönnum í merg og bein, ef svo má segja, þ. e. að sann- færingin um gildi þeirra og nauðsyn sé orðin óaðskiljan- legur hluti af sálarlífi mannanna sjálfra. Mennimir verða að hafa öðlazt þá óbifanlegu sannfæringu, að ill breytni sé ekki eingöngu vond og skaðleg þeim, sem fyrir henni verða, heldur einnig misgjörðamönnunum sjálfum, allri þeirra velferð. Tökum dæmi til skýringar. Maður nokkur veit, að það er skaðlegt að neyta áfengis. Hann veit líka, að visst eitur veldur þjáningum og er banvænt, ef farið er yfir ákveðinn skammt. Hann veit enn fremur, að það er rangt að beita sviksemi og hrekkj- um. Þrátt fyrir þessa þekkingu fær hann sér duglega í staupinu og hann hefir það til að beita prettum í við- skiptum, þegar honum finnst hann þurfa á því að halda. En hann lætur sér aldrei til hugar koma að byrla nein- um eitrið, hvorki í stærri né minni skömmtum, og hann lætur sér ekki heldur til hugar koma að beita ástvini sína svikum og hrekkjum. Hvers vegna ekki? Vegna þess, að andstyggðin á glæpnum að byrla eitur, og andstyggð- in á því að sýna ástvinunum ódrengskap hefir náð svo sterkum tökum á sál hans, að það nægir til þess að aftra honum algjörlega frá framkvæmdunum. Það er einmitt þetta, viðbjóðurinn við hinu illa, synd og löstum, sem þarf að komast inn í sál mannkynsins og ná að festa þar rætur. Vér kristnir menn lítum svo á, að þekkingin ein veiti ekki þetta nauðsynlega afl sannfæringarinnar, sem þarf til þess að bæta heiminn. En það gjörir trúin. Með trú er þá ekki átt við játningu og skoðun aðeins, heldur öfluga og lifandi sannfæringu. En hvers vegna hefir trú- in öflugri áhrif en þekkingin? Það er í stuttu máli af því, að þekkingin er bundin við þennan heim og lífsskoðun efnishyggjumanna, sem ekki viðurkenna annað en þekk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.