Kirkjuritið - 01.12.1951, Síða 37
ÞRJÁR RADDIR
287
ekki þekkinguna ráða? Það vantar nægilegt afl sann-
færingarinnar. Það vantar, að manndyggðirnar séu runn-
ar mönnum í merg og bein, ef svo má segja, þ. e. að sann-
færingin um gildi þeirra og nauðsyn sé orðin óaðskiljan-
legur hluti af sálarlífi mannanna sjálfra. Mennimir verða
að hafa öðlazt þá óbifanlegu sannfæringu, að ill breytni
sé ekki eingöngu vond og skaðleg þeim, sem fyrir henni
verða, heldur einnig misgjörðamönnunum sjálfum, allri
þeirra velferð.
Tökum dæmi til skýringar.
Maður nokkur veit, að það er skaðlegt að neyta áfengis.
Hann veit líka, að visst eitur veldur þjáningum og er
banvænt, ef farið er yfir ákveðinn skammt. Hann veit
enn fremur, að það er rangt að beita sviksemi og hrekkj-
um. Þrátt fyrir þessa þekkingu fær hann sér duglega í
staupinu og hann hefir það til að beita prettum í við-
skiptum, þegar honum finnst hann þurfa á því að halda.
En hann lætur sér aldrei til hugar koma að byrla nein-
um eitrið, hvorki í stærri né minni skömmtum, og hann
lætur sér ekki heldur til hugar koma að beita ástvini
sína svikum og hrekkjum. Hvers vegna ekki? Vegna þess,
að andstyggðin á glæpnum að byrla eitur, og andstyggð-
in á því að sýna ástvinunum ódrengskap hefir náð svo
sterkum tökum á sál hans, að það nægir til þess að aftra
honum algjörlega frá framkvæmdunum. Það er einmitt
þetta, viðbjóðurinn við hinu illa, synd og löstum, sem
þarf að komast inn í sál mannkynsins og ná að festa
þar rætur.
Vér kristnir menn lítum svo á, að þekkingin ein veiti
ekki þetta nauðsynlega afl sannfæringarinnar, sem þarf
til þess að bæta heiminn. En það gjörir trúin. Með trú
er þá ekki átt við játningu og skoðun aðeins, heldur
öfluga og lifandi sannfæringu. En hvers vegna hefir trú-
in öflugri áhrif en þekkingin? Það er í stuttu máli af því,
að þekkingin er bundin við þennan heim og lífsskoðun
efnishyggjumanna, sem ekki viðurkenna annað en þekk-