Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 40
290
KIRKJURITIÐ
guðsríkið innra með sér, og þá jafnframt þann óeigingjarna
kærleika, sem leiðir af sér uppljómun hugans og frið
hjartans.
„Sálin er glötuð, þó gull hún eigi,
ef guðsþrá hennar er dauð.“
Allir munu eiga í sér meira og minna af þessari þrá,
þótt hún hjá mörgum virðist vera sofandi eða dauð. öðr-
um er hún sem hungur og þorsti.
„Til þín hljóður,
Guð minn góður,
græt ég eins og barn til móður.“
Kristileg starfsemi beinist auðvitað að því að glæða og
efla guðsþrána, og framtíð mannkynsins er undir því kom-
in, hvemig það starf tekst.
íslenzku prestarnir hafa löngum haldið uppi björtustu
menningarblysunum í hinum dreifðu byggðum þessa lands.
En nú er víða svo ástatt, að margt af fólki sækir ekki
kirkjur, svo að heitið geti, og heimilisguðræknin er minni
orðin en áður var.
Það er mín skoðun, að höfuðgalli á kristilegri starf-
rækslu sé sá, hvað lítið er gjört að þvi að koma böm-
unum (æskunni) í snertingu við sannindi kristindómsins.
Þess vegna undrast ég það, að ekki skuli vera starfandi
kristileg æskulýðsfélög í öllum prestaköllum landsins und-
ir stjóm presta og kennara. Væm þau starfandi, og stjórn-
að af dugnaði, víðsýni og áhuga, mundi sú starfsemi geta
orðið kristilegri menningu ómetanlegur ávinningur.
Ég tel nauðsynlegt, að hver prestur haldi einn fund ár-
lega með foreldrum og öðrum aðstandendum bama í
prestakallinu, til að ræða um uppeldismál á kristilegum
grundvelli. Samstarf heimila og presta á þessu sviði mun
yfirleitt vera lítið, en þýðingarmikið frá kristilegu sjónar-
miði, að það sé sem mest.
Um aðalfundi kirkjumálanna, héraðsfundina, sem haldn-