Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 44
KRISTINDÚMSFRÆÐSLA
í NDREGI
^.**i***********i*****i********i*K**i*****i**i**i**i*****i**i**i**i**************i**i********i**i**i**i*****i********i**i**i**i*****i*****i*'
Hér á landi hefir hin síðari árin verið allmikið deilt um
nauðsyn og gildi kennslu kristinna fræða í skólum. Vafa-
laust á sú námsgrein fleiri og skeleggari andstæðinga en
nokkur önnur, en jafnframt að sjálfsögðu eindregna mál-
svara. Hinir síðari hafa þó iðulega látið á sér skiljast,
að þeir telji núverandi fyrirkomulag kristinfræðikennsl-
unnar hérlendis að mörgu leyti gallað, og hafi kennslan
því ekki borið þann ávöxt, er eðlilegt væri.
Að þessu leyti er hina sömu sögu að segja frá hinum
Norðurlöndunum. En þar er fyrir nokkrum árum hafin
öflug starfsemi til eflingar og úrbóta kristinfræðikennsl-
unni. Tilgangur þessa erindis er að gera grein fyrir, hvem-
ig starfsemi þessari er í aðalatriðum háttað í Noregi, þar
sem hún mun vera hvað bezt skipulögð.
í skólalöggjöf Noregs er svo að orði kveðið, að alþýðu-
fræðslan eigi að hjálpa til að veita börnunum kristilegt
og siðferðilegt uppeldi og miða að því að gera þau að
nýtum mönnum til sálar og líkama. Á það að vera trygg-
ing þess, að skólarnir vanræki ekki hinn kristilega þátt
uppeldisins. Fyrir því eru þau ákvæði í sömu löggjöf, að
kirkjan skuli eiga fulltrúa í skólaráði og eftirlitsnefnd
hvers barnaskóla. Hefir presturinn leyfi til að hlusta á
kennslu kristinna fræða, þegar honum hentar, enda ber
honum skylda til að gefa um hana skýrslu til prófasts
einu sinni á ári hverju. Varla munu norsku prestarnir
ætíð hafa rækt þetta hlutverk sitt af fullri kostgæfni, svo
að ekki sé meira sagt. Nægir í því sambandi að vitna i