Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 46
296
KIRKJURITIÐ
gaf gagnrýni á kristinfræðikennslunni byr undir báða
vængi.
En jafnframt vaknaði kirkjan til vitundar um, að með
afskiptaleysi sínu hefði hún ár eftir ár látið sér að mestu
úr greipum ganga gullið tækifæri, sem eigi gafst ann-
ars staðar né með öðru móti, tækifæri til að sá frækorn-
um kristinnar trúar og siðgæðis í hugi nær allra barna
í landinu.
Jafnframt óx kristilegum kennarafélögum í Noregi
mjög fiskur um hrygg. Juku þau félagatölu sína og hófu
útgáfu myndarlegs blaðs. Nú eru félög þessi mjög öflug,
ekki einungis í Noregi, heldur og í Danmörku, Finnlandi
og Svíþjóð. Skipta má félögunum í tvo hópa, annars veg-
ar félög barnaskólakennara, hins vegar félög kennara við
æðri skóla. Þess má geta, að prestar þeir, er við skól-
ana kenna, eru einnig í þessum félögum. Hvor félagahóp-
urinn fyrir sig hefir eigið samband.
Fyrsta sýnilega tákn aukins samstarfs skóla og kirkju
var skipun nefndar presta og kennara, er skyldi rannsaka
ýtarlega og gefa skýrslu um ástand kristinfræðikennsl-
unnar í skólum landsins. Niðurstöður sínar og tillögur til
úrbóta setur nefndin fram í bók sinni, er út kom 1946,
„Atterreising av kristendomsfaget i skolen.“
Nefndin lét hiklaust í Ijós það álit, að yrði áfram fylgt
þeirri stefnu, er þá ríkti í kristindómsfræðslu skólanna,
væri ekki annað sjáanlegt en þjóðin myndi, er fram liðu
stundir, hreinlega afkristnast.
En nú var gengið rösklega inn á nýjar brautir. 16 fé-
lagasamtök norsk, þar á meðal biskupasamkundan, gengu
í bandalag um að hefja kennslu kristinna fræða til vegs
og virðingar í skólum landsins, og komu á fót sérstakn
stofnun, er vera skyldi miðstöð víðtækrar starfsemi í þá
átt. Við upphaf þessarar stofnunar verða athyglisverð
kaflaskipti í sögu kristindómsfræðslunnar í Noregi, enda
hafa Svíar og Finnar fetað í fótspor Norðmanna og tek-