Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 48
298
KIRKJURITIÐ
seting“ er upplýsingaþjónustan. Hefir sú starfsemi auk-
izt hröðum skrefum, og er nú svo komið, að föstu starfs-
mennimir tveir eru önnum kafnir við að svara ýmiss kon-
ar fyrirspurnum, enda leita æ fleiri ráða hjá stofnuninni,
bæði prestar, kennarar og foreldrar. Til þess að auðvelda
upplýsingarstarfið var það ráð tekið að gefa út bækling
með leiðbeiningum til foreldra og kennara, en einnig hef-
ir stofnunin komið upp hjá sér töluverðu safni innlendra
og erlendra bóka, er um skólamál fjalla, og er séð til
þess að halda þessu safni vel við með nýjum ritum,
þannig að unnt sé að fylgjast sem bezt með hvers konar
nýjungum á þessu sviði.
Þá stendur stofnunin fyrir nokkurri kynningarstarfsemi
meðal þeirra, er sinna málum hennar. Síðastliðið sumar
var t. d. haldið í því skyni 5 daga mót, Á mótið var prest-
um landsins sérstaklega boðið og fjölmenntu þeir, enda
gafst þeim þar einstakt tækifæri til viðræðna við kristin-
fræðikennara æðri sem lægri skóla. Mót þetta sýndi ljós-
lega, hver breyting til batnaðar hefir nú hin síðustu árin
orðið á samstarfsvilja kirkju og kristinfræðikennara.
Á síðastliðnu vori var komið á fót tveim ráðum á veg-
um stofnunarinnar, foreldraráði og unglingaráði.
Foreldraráðið er skipað 9 mönnum, og eru 5 þeirra frá
sjálfri stofnuninni, 2 frá norsku biskupasamkundunni, en
tveir frá samtökum foreldra.
Bæklingur sá, er ég gat um hér að framan, var gefinn
út fyrir atbeina foreldraráðsins. Er honum ekki hvað
sízt ætlað að efla samstarf og gagnkvæman skilning for-
eldra og kennara, en á það hvort tveggja hefir löngum
þótt allmjög bresta. Engum blöðum er um það að fletta,
hve mikils virði er góð sambúð skóla og heimila, ekki
hvað sízt er snertir kennslu kristinna fræða. Það er óhætt
að fullyrða, að engin námsgrein er svo mjög undir smá-
sjá gagnrýninnar sem hún. Um þetta mál, samstarf skóla
og heimila, hefir mikið verið rætt og ritað, og skal hér
aðeins á það bent, að langtum algengara er, að skólamir