Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 51
KRISTINDÓMSFRÆÐSLA í NOREGI
301
framhaldsmenntun í kristilegri uppeldisfræði og sálarfræði,
og fram fari rannsókn á kennslubókum, áhöldum og að-
ferðum við kristinfræðikennslu. Þegar hefir tekizt að fá
færa menn til að stjóma slíkum skóla. Ætlazt er þó til,
að með tímanum verði skólinn lagður niður sem sjálf-
stæð stofnun, en sérstök deild úr háskólanum taki við
hlutverki hans. Norska ríkisstjórnin hefir heitið stofnim-
inni fé til rannsóknarstarfa m. a. á sviði uppeldis- og sál-
arfræði, og má af því ráða, að „Institutt for kristen opp-
seting“ hefir unnið sér mikið traust, þótt enn hafi stutt-
an starfsferil að baki, enda hefir allt starf þess og fram-
kvæmdir farið fram úr þeim vonum, er sanngjamar gátu
talizt. En því hefi ég gert stofnun þessa að umtalsefni hér,
að mér þykir sem vér íslendingar gætum þar átt hina
ákjósanlegustu fyrirmynd, þegar þar að kemur, sem brýn
þörf er á, að vér vöknum til einhverra raunhæfra að-
gerða kristidómsfræðslunni til eflingar í skólum lands-
ins.
Það er ekki vanzalaust, að með þjóð, sem telur sig
kristna, skuli í flestum skólum vera lögð minni rækt við
kennslu kristinna fræða en nokkurrarr annarrar náms-
greinar, sem kennsluskyld er.
Ég vil að lokum leyfa mér að lýsa þeirri von minni,
að kirkja landsins og kennarastétt bindist hið bráðasta
samtökum um að hrinda þessum vanza, enda þess að
vænta, að hver sá Islendingur, sem telur sig nokkm skipta,
hvort kristni þjóðar vorrar er meiri en nafnið tómt, reyn-
ist þá fús til liðsinnis.
Þóröur Kristjánsson.
za