Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 52
&
cenarveró vun
íatnandi L i
eun.
Lífsins faðir, Ijóssins herra,
lít í þinni náS til vor.
Þjáðum heimi liðsemd Ijáðu,
léttu öll vor sorgarspor.
Heilög þrenning, heyr vér biðjum,
helga þér vort líf og sál.
Gef, að verði friður, frelsi
föðurlands og alheims mál.
Freistingunum frá oss bægðu,
fyrirgef oss vora synd.
Heims oflæti og hroka legðu,
heilskyggn gjör þú augun blind.
Auk þú hjartans auðmýkt sanna,
efl og styrk þú sannleikann,
ást til þín og allra manna;
auk oss, Drottinn, kærleikann.
Láttu trúarljósið bjarta
lýsa þar, sem myrkrið býr.
Guð mun forða grandi og voða,
gef, að renni dagur nýr.
Land og þjóð þín líknarhöndin
leiði og styrki alla tíð.
Dýrð og heiður sífellt sungin
sé þér, Drottinn, ár og síð.
Jón Arason.