Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 53
Séra Runólfur Magnús Jónsson
past. emer. frá Stað í Aðalvík.
Þótt mér sé málið skylt, vil ég
fús verða við þeim tilmælum rit-
stjóra Kirkjuritsins að skrifa
nokkur minningarorð um móður-
bróður minn, séra Runólf Magn-
ús Jónsson, sem andaðist í sjúkra-
húsi Isafjarðar 29. okt. s.l. eftir
langa sjúkdómslegu.
Hann fæddist á Höfða á Höfða-
strönd 18. ágúst 1864. Faðir hans
var séra Jón, síðast prestur á
Stað á Reykjanesi, Jónssonar
prests að Barði, Jónssonar pró-
fasts að Auðkúlu, Jónssonar bisk-
ups Teitssonar og Margrétar Finnsdóttur biskups. Móðir
séra Jóns á Stað var Guðrún Björnsdóttir Ólsens á Þing-
eyrum, en kona hans og móðir séra R. Magnúsar var
Sigríður Snorradóttir frá Klömbrum í Vesturhópi.
Séra Runólfur Magnús lærði undir skóla hjá föður sín-
um, sem var orðlagður kennari og talinn mikill málamað-
ur, einkum frönskumaður mikill, en svo var og sonur hans,
svo að hann hlaut af því viðurnefni í skóla. Hann tók
stúdentspróf 1889 og próf úr Prestaskólanum 1892. Náms-
maður reyndist hann ekki mikill. Olli því ekki hæfileika-
skortur, heldur hitt, að hann þótti heimsmaður um of á
Þeim árum og raunar fram eftir ævi.
Hann stundaði kennslu, unz hann fór vestur um haf í
_^kynnisför, dvaldist þar rúmlega árlangt, fór víða og kynnt-
Sr. Runólfur Magnús Jónsson