Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 57
SÉRA INGVAR G. NIKULÁSSON 307
eftir skólasetuna. — Bræðrasjóðsstyrk sinn endurgreiddi
séra Ingvar síðar.
Þá þegar um haustið 1891 vígði Hallgrímur biskup séra
Ingvar, aðstoðarprest til séra Jóns Björnssonar á Eyrar-
bakka, og að J. B. látnum (2./5. 1892), var hann skip-
aður prestur þar. En vorið eftir (1893) var honum veitt
Gaulverjabæjarprestakall, er hann svo þjónaði 10 ár, til
vors 1903. Hafði séra Ingvar þá hlotið slys nokkurt, og
sagði af sér embættinu vegna lasleika. Var svo næstu
4 árin í Reykjavík, og hafði þar heimakennslu ungmenna
og var líka um sinn kennari á Álftanesi. En þar að auki
þjónaði hann Stokkseyrarprestakalli rúml. hálft ár, 1905
—06, fyrir séra Gísla Skúlason, meðan hann var ytra að
kynna sér kennslu málleysingja.
Vorið 1907 hlaut séra Ingvar veitingu fyrir Skeggja-
stöðum í N.-Múlasýslu og flutti þangað. Þjónaði svo því
embætti 29 ár (en alls 42 ár). Sagði þá af sér embættinu
1936 og flutti aftur til Reykjavíkur, nærri 70 ára að aldri.
Kvonfang og böm.
Vorið 1894 kvæntist séra Ingvar Júlíu (f. 1867, d. 1934)
dóttur Guðmundar óðalsbónda á Keldum Brynjólfssonar,
af Víkingslækjarætt, og k. h. Þuríðar Jónsdóttur bónda á
Stórólfshvoli Sigurðssonar.
Börn þeirra þrjú eru öll á lífi:
1. Ingunn (f. 14./4. 1895), kona séra V, Ingvars á Desj-
armýri í N.-Múlasýslu Sigurðssonar b. í Kolsholti í Flóa.
2. Helgii) (f. 10./10. 1896), nú yfirlæknir á Vífilsstöð-
um, kvæntur Guðrúnu Lárusdóttur læknis Pálssonar.
3. Soffía (f. 17./6. 1903), kona Sveinbjamar mag. art.
Sigurjónssonar, kennara í Reykjavík.
Þessi góðu og göfugu systkini eiga öll böm uppkomin
og em nú gift sum þeirra. öll mannvænleg og fríð, eins
og foreldramir.
1) Nafnið er Helga skólastjóra, vegna vinfengis.