Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 62
Séra Hermann Gunnarsson
prestur að Skútustöðum.
Er þegar ungir,
öflgir falla,
sem sígi í ægi sól á dagmálum.
Er fregnin um lát séra
Hermanns 10. okt. barst
um landið, mun ýmsum
hafa orðið að hugsa til
sálms spekingsins í Lauf-
ási: Fótmál dauðans fljótt
er stigið. Enginn tími,
enginn staður dauða ver.
Þótt fölvi haustsins færð-
ist yfir þúsundlitan skóg-
inn í Mývatnssveit, þá
varði engan, að þessi við-
ur í sumarblóma skyldi
líka leggja niður lit og
blöð. En nú var það svo.
Okkur var erfitt að sætta
okkur við það. Við erum
svo gleymin á það, hve
oft ungir, öflgir falla.
Hermann Gunnarsson
var fæddur að Fossvöllum í Jökulsárhlíð 30. júní 1920 og
ólst þar upp með foreldrum sínum, Gunnari bónda Jóns-
syni, sem enn er á lífi háaldraður, og móður sinni, Ragn-
heiði Stefánsdóttur, er lifði hann aðeins fáa daga. Auður
Fossvallaheimilisins var stór og mannvænlegur barnahóp-
ur, sem þroskaðist vel í andrúmslofti kærleika, glaðværð-