Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 65
Séra Hermann Gunnarsson.
Fögrum fjallasvani fylgir hugur minn yfir ógn og dauða inn í himininn. Ómar kirkjuklukkna kvöddu mig til sín, eins og elfur streymdi orðsnilld þín til mín.
Hlýddi konungskalli, kominn tíminn var til að flytja frá oss, fegra og betra þar. Hvíl þú sofinn, svanur, söknuð barns þíns finn, vildi eg það vefja, vefja í faðminn minn.
Gömul kona grátin gengur tregahljóð, fögrum fjallasvani færir þakkaróð. Þú, sem harmfull hnípir, hlauzt hið dýpsta sár, finnst þú aðeins eiga eftir sorg og tár.
Bar þig gest að garði, geisli lék um þig, líkt og barn þú breiddir blóm í kring um mig. Mundu, að myrkrið rjúfa mildu brosin hans, því um eilífð áttu ást hins bezta manns.
Fögrum fjallasvani
fylgir hugur minn
yfir ógn og dauða
inn í himininn.
ArnfríSur Sigurgeirsdóttir.