Kirkjuritið - 01.12.1951, Qupperneq 87
MINNIN G ARRÆÐ A
337
Páls postula, er fram kemur í einum pistli dagsins í dag,
er orðin reynsla séra Hallgríms: „Eg er krossfestur með
Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í
mér. En það sem ég þó enn lifi í holdi, það lifi ég í trúnni
á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í söl-
urnar fyrir mig.
I krafti þessarar reynslu hefur hann raust sína vottur-
inn trúi og sanni, sem þjóðin hefir elskað og hlustað á
öldum saman.
Séra Hallgrímur var vel lærður maður, ekki aðeins í
guðfræðum, heldur einnig öðrum fræðum, en hann átti
ekkert af hinu nauma geði námshrokans. Hann var auð-
mjúkur maður, og bar ekki sjálfum sér vitni að öðru
leyti en því, að hann væri syndugur og breyskur maður,
sem ætti allt sitt hald í kærleika Krists:
Athvarf mitt jafnan er til sanns
undir purpurakápu hans;
þar hyl ég misgjörð mína.
Hann vitnar um Jesúm Krist, Guðs son, kvalinn, kross-
festan, upprisinn. Víst ertu, Jesú, kóngur klár. Son Guðs
ertu með sanni. Þama er ekkert hik eða efi — ekkert
ef til vill. 1 gegn um rökkur aldar sinnar sér hann eina
hjálp: Jesú guðdómsmynd.
Árum saman hafði hann fylgzt með frelsara sinum um
veg þjáninganna. Nú beið hans sjálfs hið þunga hlut-
skipti: holdsveikin. Hans eigin via dolorosa lá fyrir fram-
an hann — engin æðra, engir kveinstafir. Af kristilegri
karlmennsku gengið móti sjúkdómi, sárum þrautum og
dauða.
Á vottunum trúu og sönnu, sem oft báru sinn kross,
hefir kristnin nærzt og lifað.
„Guðsmanns líf er sjaldan happ né hrós,
heldur tár og blóðug þyrnirós",
segir Matthías. En þrátt fyrir mikinn sannleik þessara