Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 89
MINNIN GARRÆÐ A
339
Þeir veittu kraft í baráttunni, órólegri samvizku frið,
huggun í dauðanum. Þeir voru vegabréf til himinsins
heim.
Gegn um Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má.
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá.
Hryggðarmyrkrið sorgarsvarta
sálu minni hverfur þá.
En guðfræði þeirra, segja sumir, er hún ekki úrelt? —
Heimurinn byltir sér. Krossinn stendur. Margt breytist
öld af öld. En á það ekki einkum við ytra borðið? Manns-
sálin er ekki háð þeim breytingum, nema að litlu leyti.
Hver mannssál verður að hefja sína göngu ein. Ekki taka
við og halda áfram, þar sem önnur hætti, heldur byrja —
byrja á nýjan leik. Þar getur enginn komið í annars stað.
Sérhverri mannssál er trúað fyrir miklu — falin þung
ábyrgð, sem hún fær ekki keypt sig frá eða flúið frá,
nema að bregðast trúnaði, svíkja sjálfa sig.
Er Guðs náð úrelt? Er fórnarþjónusta Jesú Krists úr-
elt? Er syndin úrelt? Er tilvist hins illa í heiminum úr-
elt? Líttu á heiminn. Virtu fyrir þér heimsviðburði síðustu
ára. —
Ef vér höfum ekki glatað trúartilfinningu vorri, mun-
um vér komast að raun um það fyrr eða síðar, að sál
vor finnur ekki frið fyrr en hjá krossi Krists, hinum lif-
andi líknarmeiði, er sígrænn stendur, þó að öll önnur
tré visni. — Það má vel vera, að vér skiljum lítt eða ekki
hve mikla hluti Kristur hefir fyrir oss gjört. Jafnvel hans
nánustu lærisveinar skildu það ekki fyrr en hann var
upprisinn og hræring Guðs anda hafði komið yfir þá á
stofndegi kristinnar kirkju. Og því sagði hann við Símon
Pétur: „Ná skilur þú ekki það, sem ég gjöri, en seinna
muntu skilja það.“ Vera má, að þér finnist kenningin um
staðgönguþjáningu Krists óaðgengileg. Og þó verður þú