Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 91
MINNIN GARRÆÐ A
341
Gefðu, að móðurmálið mitt,
minn Jesú, þess eg beiði,
frá allri villu klárt og kvitt
krossins orð þitt útbreiði
um landið hér til heiðurs þér,
helzt mun það blessun valda,
meðan þín náð lætur vort láð
lýði og byggðum halda.
1 Jesú nafni. Amen.
BÚÐAKIRKJA
Kveðiö í tilefni af vígslu hennar 9. sept. 1951.
Heyr, Drottni sungið lof af lýðsins munni,
sjá, lítil kirkja er risin ný af grunni
í dag, er Kristi sjálfum vígð skal vera
og vitni fagurt honum jafnan bera.
Þótt hátt til lofts né vítt sé ei til veggja,
á verkið mun hann blessun sína leggja.
Því kirkja Guðs er byggð á traustu bjargi,
er bifast ei af tímans straum né fargi.
Guðs náðarfaðmur opinn stendur yður,
oss alla því hann koma til sín biður.
Hans kirkja gegnum allar aldir dafni,
og eflist, þroskist, stækki í Jesú nafni.
Bragi Jónsson frá Hoftúnum.