Kirkjuritið - 01.12.1951, Side 92
-d / -
HELGISÖGN.
amir.
Það var sólarlag við Genezaret-vatnið. Friður og fegurð um-
vafði láð og lög. En í hjarta konunnar, sem gekk hratt brott
frá Kapernaum út á hamrana við vatnið, var enginn friður.
María, kona Jónasar fiskimanns, var vonlaus, skap hennar
fullt af beiskju, svo nærri stappaði örvæntingu.
Hún var þó enn þá ung kona. En æskan Ijómaði aðeins ör-
fleyg augnablik í senn úr augum hennar.
Hún fleygði sér niður á stein, þaðan sem útsýni var yfir
vatnið, og vó í huga sér liðna ævi sína, frá því að hún var
barn að aldri í Kapernaum.
Hún og Lea systir hennar misstu foreldra sína, meðan þær
voru f bernsku, en ólust upp hjá Hönnu frænku. Heimili henn-
ar var hljóðlátt og fallegt, og þann hugljúfa blæ þess höfðu
þær tileinkað sér sem börn.
Af frænku sinni lærðu telpurnar að vefa rósofin veggtjöld.
Og áður en varði, voru þær orðnar ungar blómarósir, kátar
og starfsamar.
Dag nokkurn, þegar María sat alein úti í garðinum, sá hún
ungan mann standa við hliðið. Hann var fiskimaður, og bar
stóra, rauða körfu.
„Við ætlum ekkert að kaupa í dag“, sagði hún.
En hann fór ekki brott, heldur stóð þarna kyrr og horfði
feimnislega til hennar.
Loksins stamaði hann upp: „Eg heiti Jónas, og er frá Bet-
saida. Hvað heitir þú?"
„María", svaraði hún kurteislega, „við vefum falleg vegg-
tjöld og seljum þau."
Jónas sagði: „Ég bý í mínu eigin húsi, og bráðum ætla ég
að kaupa bát, og veiða mikinn fisk."