Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 101
ER LEN DAR F RÉTT I R
Dr. Michelfelder látinn.
Aðalritari lúterska alheimssambandsins, Dr. Michelfelder,
lézt í október s.l. í Chicago, er hann var á ferðalagi í erindum
Alheimssambandsins.
Dr. Michelfelder var 61 árs að aldri og var um skeið þekktur
prestur og áhrifamaður lútersku kirkjunnar vestan hafs.
Þegar hann gekk í þjónustu lúterska alheimssambandsins,
opnaðist honum vítt og mikið verksvið og þá reyndi fyrst fyr-
ir alvöru á krafta hans. Hann ferðaðist víða um heim og vann
ötullega að því að skipuleggja samstarf lúterskra kirkna í
ýmsum löndum.
Þá vann hann mikið að endurreisnarstarfi meðal lúterskra
kirkjudeilda í Evrópu eftir stríðið.
Dr. Michelfelder var sannur heimsborgari og naut virðingar
og vinsælda lúterskra manna, ekki aðeins í heimalandi sínu,
Bandaríkjunum, heldur og víða um heim.
Hann var trúr og einlægur lærisveinn Krists, ljúfmannlegur
í viðmóti og var mikill andlegur leiðtogi.
Síðastliðið ár vann hann að undirbúningi lúterska kirkju-
þingsins í Hannover 1952.
Með fráfalli Dr. Michelfelder er skarð fyrir skildi í hópi for-
ystumanna lútersku kirkjunnar, en minning hans er blessuð
af f jölda manns víðs vegar um heim.
Ný sálmabók fyrir dönsku kirkjuna.
í Danmörku stendur yfir endurskoðun sálmabókar dönsku
kirkjunnar og hefir mikið verið rætt um tillögur nefndar þeirr-
ar. er á að annast endurskoðun sálmabókarinnar.
Þar hefir farið eins og víðar, að ekki eru allir á eitt sáttir
um það, hvaða sálmar eigi að vera í sálmabók kirkjunnar.