Kirkjuritið - 01.12.1951, Blaðsíða 103
SAMTÍNINGUR
UTAN LANDS DG INNAN
Þegar brezka íhaldsstjómin tók við völdum í haust, sam-
þykkti hún, að ráðherramir skyldu allir lækka laun sín, og
Churchill þó mest.-----------„Risnufé ráðherra hefir reynzt
of lágt áætlað undanfarin ár, enda verðlag stöðugt hækkandi.
Er lagt til, að veittar verði 40 þús. kr. til þessara útgjalda á
næsta ári.“ (Úr athugas. við frv. til fjárlaga 1952.
Ólíkt höfumst við að.
*
Á páskum árið 1895 gáfu þau Thor Jensen og kona hans
Borgarkirkju á Mýrum stóra og sérstaklega vandaða ljósa-
stjaka „til minja um hinar unaðslegu uppbyggingarstundir,
sem þau hefðu notið í því guðshúsi."
*
í Ungverjalandi hafa verið gefnar út nýjar kennslubækur í
mannkynssögu. Orðin: „fyrir Krist“ koma þar aldrei fyrir.
Það heitir nú: „fyrir vort tímatal".
*
Skömmu eftir að Jón alþm. frá Sleðbrjót fluttist vestur um
haf, skrifaði hann heim: „Þegar ég var heima á íslandi, var
ég nokkuð æstur fríkirkjumaður. Vildi fríkirkju á Islandi. Sú
skoðun mín hefir breytzt við það að standa hér augliti til aug-
litis við fríkirkjuna.“
*
Ef þig langar til að gefa krónu — og sé það máske síðasta
krónan þín — þá gefðu hana, og gefðu hana eins og hún væri
visið lauf, en þú værir eigandi óþrotlegra skóga. (Ingersoll;
þýð. Jónasar Þorb.)
*
Aðalfundur Stéttarsambands bænda var haldinn að Hólum
í Hjaltadal s.l. sumar. Hann stóð í tvo daga. Að morgni beggja
fundardaganna gengu flestir fulltrúarnir í dómkirkjuna undir
leiðsögu Karls Arngrímssonar, föður skólastjórans. í hópi full-
trúanna vom 3 prestar. Tveir af þeim, séra Gunnar á Æsu-
stöðum og séra Sveinbjöm á Breiðabólstað, lásu Ritningarorð
og báðu bænar, en allir viðstaddir sungu alkunn sálmsvers.
Þetta vom góðar helgistundir.