Kirkjuritið - 01.12.1951, Qupperneq 104
354
KIRKJURITIÐ
Nú eru komin sjúkrasamlög í öllum kaupstöðum og sveitar-
félögum á landinu. Þau eru alls 226. Prestar eru formenn í
19 þeirra. í fyrsta hefti, sem út kom af Kirkjuritinu, var löng
og ýtarleg grein um tryggingar eftir séra Gísla á Stóra-Hrauni.
Þar segir m. a. svo: „Það, sem ég fer fram á, er, að lög verði
sett um .... sjúkdómstryggingar gegn árlegu iðgjaldi."
*
Ég kvartaði yfir því að eiga enga skó, þar til ég hitti mann,
sem hafði enga fætur. (The World Christian Digest).
*
„Engin heilsubót fyrir líkama og sál er á við ræktun jarð-
arinnar“, sagði Þórhallur biskup.
*
Kínverji og Ameríkani voru staddir á götu einni í Sjanghai.
Þeir þurftu báðir að komast í annan bæjarhluta, en greindi á
um það, hvaða leið þeir ættu að fara. „Eg skal ábyrgjast",
sagði Ameríkumaðurinn, „að ef hvor fer sína leið, þá verð ég
fimm mínútum fljótari.“ „Það kann vel að vera“, anzaði Kín-
verjinn, „en hvað ætlarðu svo að gera við þessar fimm mín-
útur?“
*
I hinu mikla bókaflóði undanfarandi ára hefir ekki mikið
borið á bókum og ritum, sem fjalla um trúmál og kirkjumál.
Samt er það ekki lítið að vöxtum, sem út er gefið um slík efni.
Um gæðin eru víst aftur á móti skiptar skoðanir.
*
Árlega koma út margar bækur, sem fylla flokk hinna trúar-
legu bókmennta. Það eru fræðirit eftir háskólakennarana í guð-
fræði, ræðusöfn eftir marga af okkar merkustu kennimönnum
bæði austan hafs og vestan, hugvekjur eftir prestana og endur-
útgáfa á eldri ritum o. s. frv. Þá eru gefin út allmörg tímarit
(í fljótu bragði man ég eftir 5), sem svo til eingöngu fjalla um
trúmálin og blöðin munu vera litlu færri. Útgáfa hinna trúar-
legu bóka og blaða er því ekki nærri því eins fáskrúðug og
margur mun ætla eftir því, hve lítið hún lætur yfir sér.
*
Það er sá næstbezti stuðningur, sem þeir geta veitt hinni ís-
lenzku þjóðkirkju. En hver er bezti stuðningurinn? Hann er
sá, að hver og einn sæki og ræki sína sóknarkirkju svo sem
kristnum safnaðarmeðlim ber.
G. Br.