Kirkjuritið - 01.12.1951, Page 105
INNLENDAR FRETTIR
£♦ ‘X* *t* *l* ♦** »1* »1* »X* *♦*♦♦♦ *X* *X*♦«♦ ♦*♦ ♦** ♦** »*» *X* *l* *l* ♦!* *1* ♦«♦ *l* ♦♦♦ ♦♦♦ *♦* *!* *X*‘X”*f
Þorbergur Kristjánsson guðfræðikandídat
hefir verið settur prestur í Mývatnsþingum frá 1. nóvem-
ber að telja. Hann var vígður prestsvígslu í Dómkirkjunni í
Reykjavík 28. október.
Séra Guðbrandur Björnsson prófastur
hefir fengið lausn frá prests- og prófastsembætti frá næstu
áramótum.
Ríkisútvarpið
lætur nú dagsskrá sína hef jast hvem virkan dag með stuttri
guðsþjónustustund, og mun öllum vinum kristindóms og kirkju
þykja vænt um þá nýbreytni.
„Hinn almenni kirkjufundur".
Prestakallaskipun landsins var aðalmál hans, og afgreiddi
fundurinn þessa tillögu:
„Hinn almenni kirkjufundur, haldinn í Reykjavík 14.—16.
okt. 1951, lítur svo á, að frumvarp prestakallaskipunamefndar
gangi að ýmsu leyti í rétta átt og stóra bót frá því, sem lögin
frá 1950 gera ráð fyrir. Telur hann nýmælið um sameiningu
prests- og kennarastarfs í hinum fámennu prestaköllum til
bóta, svo og nýmælið um aðstoðarpresta og einnig yfirleitt
stofnun nýrra prestakalla, sem þar er gert ráð fyrir. Hins vegar
telur fundurinn ýmis atriði óviðimandi og telur það ófært, að
ekki skyldi nægur tími gefinn til að bera frumvarpið undir söfn-
uðina. Vill fundurinn því skora á Alþingi að fresta framkvæmd
laganna frá 1950, þar til ný lagasetning fer fram. Skulu tillög-
ur prestakallaskipunarnefndar þegar lagðar fyrir safnaðarfundi,
svo viðunandi lausn geti fengizt á þessu þingi.“