Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 6

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 6
ÞORST. B. GlSLASON, Steinnesi: Nœr krossinum. Lúk. 23, 32—47. Á föstudaginn langa beina milljónir manna huga sínum að löngu liðnum atburði. Enginn viðburður veraldarsög- unnar hefir náð slíkum tökum á mannkyninu sem kross- festingin á Golgata. Margir menn hafa verið píndir og líflátnir með ýmsum hætti og mörg réttarmorð hafa verið framin fyrr og síðar. Slíkt hefir oft vakið hrylling í bili, sem náð hefir lengra eða skemmra, en tíminn breiðir blæju gleymskunnar yfir svo margt, og í spor liðna tímans fennir, þegar aldirnar líða. Krossfesting Jesú hefir verið þar ein- stakur atburður. öld eftir öld hefir hann geymzt í hugum mannanna víðs vegar um heiminn. öld eftir öld hefir þessi sorgarviðburður verið uppsprettan, sem kynslóðirnar hafa teygað úr dýrasta drykkinn sér til trúarlegrar og andlegrar styrkingar. Þeir eru margir á liðnum öldum, sem hafa getað tekið undir þessi orð Hallgríms Péturssonar: í þínum dauða, ó Jesú, er mín lífgjöf og huggun trú. Dásemdarkraftur dauða þíns dreifist nú inn til hjarta míns. Ennþá er þessa atburðar minnzt. Ennþá krjúpa menn að krosstrénu' og leita þar svölunar lífi sínu. Og ennþá er dásemdarkrafturinn sá sami og hann hefir verið frá upp" hafi. Hins er samt ekki að dyljast, að margir meðal nútíma- kynslóðarinnar standa of mjög álengdar krossinum á Gol-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.