Kirkjuritið - 01.04.1953, Blaðsíða 68

Kirkjuritið - 01.04.1953, Blaðsíða 68
134 KIRKJURITIÐ og koma þeir fram í fleiri en einu hlutverki hver. Allir höfðu þeir auðvitað grímur. Mestir allra harmleikaskálda Hellena eru þeir Aiskylos, Sofokles og Evripides. Aiskylos var fæddur árið 525 f. Kr. Talið er, að hann hafi ritað um 90 leiki, en einir 7 af þeim hafa geymzt. 13 sinnum fékk hann verðlaun. Sofokles var 30 árum yngri. Hann ritaði að sögn 123 harmleiki, og af þeim hafa einnig 7 verið varðveittir. 30 sinnum varð hann sigurvegari í samkeppni. Evripides skrifaði 92 harm- leiki, og eru 17 þeirra ennþá til. Aðeins 5 sinnum var hann sæmdur verðlaunum, en til þess lágu þær orsakir, að leikir hans hneyksluðu mjög samtíð hans. Leikir þeirra Aiskylosar og Sofoklesar fjalla oftast um sagnahetjur fortíðarinnar. Gamlar goðsagnir fengu hjá þeim nýtt líf og innihald. Þeir drógu upp myndir, sem sýndu hin dýpstu viðfangsefni mannsandans í því ljósi, að fólkið hreifzt með. Áhorfendurnir lifðu sjálfir með, og fundu hina djúpu trúarlegu hrifningu, sem bar uppi þessi meistaraverk. Menn horfðu ekki á þessa leiki á sama hátt og nútímamaðurinn skemmtir sér eina kvöldstund. Þeir voru helgar athafnir í sjálfu sér, nátengdir því æðsta og göfugasta í trúarlífi fólksins. Efni leiksins kemur hverjum manni persónulega við, því að allir eru leikendur í lífs' leiknum sjálfum, sem guðirnir setja á svið. Þegar Aiskyl°s eða Sofokles skrifa sína harmleiki, eru guðirnir ekki orðnu’ að efni í ævintýri, heldur máttugustu öfl veruleikans, sem mennirnir lifa með í. 1 leikum Aiskylosar er djúp og sterk trúartilfinning, hann sýnir samband guða og manna, sambandið milli sakai og hegningar, og hið guðdómlega réttlæti. Persónur hans eru mótaðar skýrum og sterkum dráttum. Sofokles er mýkri og mildari, og skortir hann þó ekki sára og ægilega atburði í leikum sínum. Hlýðnin við guð- ina og lotningin fyrir þeim er honum eitt og allt. Hann naut mikillar hylli, allt frá því að hann kom opinberlega fram á unga aldri og til hárrar elli. Verk hans eru hefluð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.