Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 68

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 68
134 KIRKJURITIÐ og koma þeir fram í fleiri en einu hlutverki hver. Allir höfðu þeir auðvitað grímur. Mestir allra harmleikaskálda Hellena eru þeir Aiskylos, Sofokles og Evripides. Aiskylos var fæddur árið 525 f. Kr. Talið er, að hann hafi ritað um 90 leiki, en einir 7 af þeim hafa geymzt. 13 sinnum fékk hann verðlaun. Sofokles var 30 árum yngri. Hann ritaði að sögn 123 harmleiki, og af þeim hafa einnig 7 verið varðveittir. 30 sinnum varð hann sigurvegari í samkeppni. Evripides skrifaði 92 harm- leiki, og eru 17 þeirra ennþá til. Aðeins 5 sinnum var hann sæmdur verðlaunum, en til þess lágu þær orsakir, að leikir hans hneyksluðu mjög samtíð hans. Leikir þeirra Aiskylosar og Sofoklesar fjalla oftast um sagnahetjur fortíðarinnar. Gamlar goðsagnir fengu hjá þeim nýtt líf og innihald. Þeir drógu upp myndir, sem sýndu hin dýpstu viðfangsefni mannsandans í því ljósi, að fólkið hreifzt með. Áhorfendurnir lifðu sjálfir með, og fundu hina djúpu trúarlegu hrifningu, sem bar uppi þessi meistaraverk. Menn horfðu ekki á þessa leiki á sama hátt og nútímamaðurinn skemmtir sér eina kvöldstund. Þeir voru helgar athafnir í sjálfu sér, nátengdir því æðsta og göfugasta í trúarlífi fólksins. Efni leiksins kemur hverjum manni persónulega við, því að allir eru leikendur í lífs' leiknum sjálfum, sem guðirnir setja á svið. Þegar Aiskyl°s eða Sofokles skrifa sína harmleiki, eru guðirnir ekki orðnu’ að efni í ævintýri, heldur máttugustu öfl veruleikans, sem mennirnir lifa með í. 1 leikum Aiskylosar er djúp og sterk trúartilfinning, hann sýnir samband guða og manna, sambandið milli sakai og hegningar, og hið guðdómlega réttlæti. Persónur hans eru mótaðar skýrum og sterkum dráttum. Sofokles er mýkri og mildari, og skortir hann þó ekki sára og ægilega atburði í leikum sínum. Hlýðnin við guð- ina og lotningin fyrir þeim er honum eitt og allt. Hann naut mikillar hylli, allt frá því að hann kom opinberlega fram á unga aldri og til hárrar elli. Verk hans eru hefluð

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.