Kirkjuritið - 01.04.1953, Blaðsíða 64

Kirkjuritið - 01.04.1953, Blaðsíða 64
130 KIRKJURITIÐ mikilli hrifningu. Menn fara í skrúðgöngur, einnig að nóttu til, með brennandi blysum og hljóðpípublæstri. Vín er drukkið, svo sem eðlilegt var, þar sem hér var um að ræða guð vínuppskerunnar. Vínviðurinn verður eitt af táknum guðsins. Menn trúa því, að í hrifningunni og fögn- uðinum fái menn sameinast guðinum. Menn skyldu verða frá sér numdir og ná því ástandi að verða dauðanum óháð- ir og öðlast ódauðleikann. Þess vegna er mynd Dionysiosar oft á gröfum hinna framliðnu. Þetta er því í rauninni lífs- dýrkun, fögnuður yfir lífinu sjálfu. Sú dýrkun, eða réttara sagt framkvæmd hennar í verki, gat að sjálfsögðu haft tvær hliðar. Hún gat birzt í hinum glaðværu söngvum og fögnuði þess fólks, sem hafði tamið hugsun sína og líkama sinn að lögmálum fegurðarinnar, og hún gat orðið taumleysi og svall, þegar maðurinn missti stjórn á sér og gáði ekki lengur fegurðarinnar, sem annars átti djúp ítök í hellenskri þjóð, ekki aðeins fáum útvöldum, heldur þjóð- inni yfirleitt. Helgifarir Dionysiosar gátu falið í sér bæði gaman og alvöru. Þar áttu því rætur sínar bæði gamanleikir og harmleikir. Gamanleikirnir voru tjáning glaðværðarinnar, eins og nútíminn kannast við hana í revýum og försum, menn og málefni voru tekin fyrir og gert gys að þeim. Stundum gat gamanið orðið grátt, svo að höfundur leiks- ins átti fullt í fangi með að bjarga lífi sínu og limum. I annan tíma bar meira á kýmni og léttara skopi, sem var vel til þess fallið að vekja hlátur og græskulaust gaman. Leikararnir notuðu ávallt grímur, en stundum voru grím- urnar þannig gerðar, að þær minntu á ýmsa merka og kunna menn, sem í það skiptið voru teknir fyrir. Sagt er, að einu sinni hafi heimspekingurinn mikli, Sókrates, verið sýndur í skopleik. Hann sást í körfu svífandi í háa lofti á milli himins og jarðar, og speki hans víst gerð harla hversdagsleg. Sókrates var sjálfur meðal áheyrenda, og til þess að sýna fólkinu, að hann gæti gjarnan tekið þátt í spauginu með því, stóð hann upp úr sæti sínu og tét
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.