Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 81

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 81
INNLENDAR FRÉTTIR 147 Kirkjuráðs. Ennfremur eiga sæti í því dr. Matthías Þórðarson prófessor og Vilhjálmur Þór forstjóri. Magnús Már Lárusson prófessor hefir nýlega verið ráðinn ritstjóri af Islands hálfu að menn- ingarsögulegri alfræðiorðabók um miðaldir Norðurlanda. Er honum falið með þessu mjög mikilvægt trúnaðarstarf. Prestastefna íslands er boðuð dagana 19.—21. júní í Reykjavík. Verður dagskrá hennar birt áður en langt um líður. Andmæli kirkjuráðs. Eitt hið fyrsta verk kirkjuráðs eftir kosninguna var að fjalla um lög Alþingis um leigunám á prestssetursjörðum, sem samin hafa verið og samþykkt í óþökk kirkjunnar. Var þessi ályktun samþykkt með öllum atkvæðum: „Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju lýsir óánægju og undrun sinni yfir því, að Alþingi hefir nú afgreitt lög um leigu- nám á prestssetursjörðum án þess að hafa leitað álits kirkju- ráðsins, eins og lög nr. 21, 6. júlí 1931, gjöra ráð fyrir. Telur kirkjuráðið lög þessi um leigunám vera mjög varhuga- verð og geta orðið kirkjunni til tjóns, ef þau koma til fram- kvæmda. Fyrir því beinir kirkjuráðið þeim óskum til kirkju- málaráðherra, að hann noti sér ekki heimild þá, sem í þessum lögum felst.“ Prumvarp um kirkjubyggingasjóð. Kirkjuráð lýsti hins vegar ánægju sinni yfir frumvarpi Sig- urðar Ó. Ólafssonar um kirkjubyggingasjóð og mælir hið bezta með því. Prestsvígsla. Sunnudaginn 15. febrúar vígði biskupinn prestsvígslu þá guð- fræðikandídatana Birgi Snæbjörnsson, Jónas Gíslason og Magnús Guðjónsson, til Æsustaða, Víkur og Eyrarbakka presta- kalla. Séra Birgir var settur prestur í Æsustaðaprestakalli frá f • febrúar. Aðalfundur Prestafélags fslands verður ekki haldinn fyrr en á hausti komanda og boðaður aður í Kirkjublaði og útvarpi með nægum fyrirvara, svo og fundarmál.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.