Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 46

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 46
112 KIRKJURITIÐ ætíð í miðdepli húsahvirfinganna. Aðrar byggingar eru eins og geislar út frá henni. Stærstu hús stofnananna eru samt sjúkrahúsin. Aðaleinkunnarorð stofnananna eru letruð yfir höfuðdyrum skólahúsanna. Takið eftir þrenningunni: Kirkja, skóli, sjúkrahús. Einkunnarorðin eru ekki aðeins letruð yfir höfuðdyrum skólanna, þó að þau séu þar með stærstu letri, heldur yfir öllum helztu dyrum. Yfir dyrum Diakonissusystra- stofnunarinnar standa: „Tro og Tjeneste.“ Trú og þjónusta. En yfir dyrum St. Lukas stofnunarinnar: „Tjene vil jeg.“ Ég vil þjóna. Svo er letrað með smærra letri undir aðalorðunum: „Min Lön for Tjenesten er Glæden over at have Lov til at tjene.“ Laun mín fyrir þjónustuna er sú gleði að mega þjóna. Svo eru Ritningarorð rituð yfir mörgum dyrum. Allt sýnir þetta, i hvaða anda starfið er unnið. Sjúkrahúsin á þessum stofnunum eru mjög vel útbúin. Þau hæfa góðum hjúkrunarskólum. Þegar reynsla var fengin að Diakonissustofnunum, var farið að hugsa um, að rétt væri að reka sams konar stofnanir fyrir karlmenn. Hafa tvær stórar djáknastofnanir verið reistar i Danmörku. Önnur í Dianalund á Sjálandi, en hin í Árósum a Jótlandi. Á þeim stofnunum eru karlmönnum kennd öll hjúkr- unarstörf. í djáknaskólunum er margt kennt. Djáknarnir læra sálgæzlu meðal sjúkra. Þeim er kennd textameðferð og undir- stöðuatriði í prédikunarfræði. Einnig er. þeim kennt allt bók- hald safnaða. Karlmenn útskrifast úr djáknaskólunum að afloknu 5 ára námi og eru þá vígðir djáknavígslu. Þeir eiga að geta verið hægri hönd prestanna í öllu starfi, hver í sínum söfnuði. (Hreyfing er nú komin á það mál, að vígður djákni hafi f°r' gangsrétt að stöðum meðhjálpara.) Af Diakonissu- og djáknastofnunum er Filadelfia í Diana- lund á Sjálandi stærst og merkust. Þar eru nú um 1000 sjúkl- ingar, auk alls starfsfólks og kennara. Þar eru 3 fastráðnir prestar og 18 læknar. Þar er hæli bæði fyrir taugaveiklað fólk og niðurfallssjúka. Þar starfaði sem yfirlæknir taugalæknirinn H. Schou, sern margir íslenzkir prestar og læknar kannast við. Hann hefn ritað margar bækur um geðsjúkdóma og geðlækningar. Yfir' læknirinn, sem tók við stöðu hans, heitir dr. Dickmeiss. Er

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.