Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 57

Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 57
KIRKJUVALD Á ÍSLANDI 123 að fá samþykki viðkomandi- aðila um skiptingu á prests- setursjörðum hingað til. Hér er því alveg um tvímælalausa rangsleitni og ásælni að ræða á hendur kirkjunni, og hana svo augljósa, að engum aðila þjóðfélagsins öðrum myndi þýða að sýna hana. Ýmsir ókunnugir þessum málum halda máske, að hér sé ekki um neina undantekningarlöggjöf að ræða. Eignar- námsheimild gildir um allar fasteignir, ef almannaheill krefur. Gilda þau ákvæði um prestssetrin einnig. Engrar nýrrar löggjafar þurfti því um prestssetrin í þeim efnum. En það þurfti leigunámsheimildar um þau, ef einhver önn- Ur heill eða þörf krefði. ÞaÖ er mergurmn málsins. Allir þekkja, hve þær heillir geta verið margvíslegar og merki- legar. Mun ein slík aðallega hafa ráðið þessari lagasetn- ingu, því að ekki taldi landnámsstjóri hennar sérstaklega þörf. Ábúð prestssetranna er nægilega ótrygg, þótt ekki bæt- ^st þessi áhætta ofan á. Ábúðarrétturinn er aðeins í gildi, nieðan ábúandinn getur þjónað viðkomandi prestakalli. Samt munu prestar yfirleitt, hvað sem sagt er, hafa setið jarðir sínar fullkomlega til jafns við aðra ábúendur opin- berra jarða. En ef einhverju er ábótavant í þeim efnum, °g það er því sjálfsagt eins og hjá fjölda mörgum öðrum, Þá virðist úrræðið ekki vera það, að gera ábúðina ennþá ótryggari. Ekki er það a. m. k. talið, hvað bændur snertir. Allir vita, að nokkurn aðdraganda þarf til að koma upp stóru búi og fullnytja jörð, sem kallað er. Og ekki er það beint árennilegt, að leggja fé og fyrirhöfn í þann undir- búning, ef ábúandinn á yfir höfði sér að verða sviptur uiiklum hluta jarðnæðis síns, hvenær sem einhver annar teldi sig geta notað það og gæti fengið til þess leyfi ein- hvers ráðherra, sem máske hefði lítinn skilning eða vit a búskaparþörfum prestsins. I raun og veru er þessari lagasetningu furðanlega vel ^ýst hjá einum aðdáenda hennar, sem um hana hefir ritað.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.