Kirkjuritið - 01.04.1953, Side 60
JAKOB JÓNSSON:
Sjónleikir og trúarbrögð.
(2. grein.)
I grein minni í síðasta hefti Kirkjuritsins lýsti ég því
að nokkru, hvernig háttað er sambandinu milli sjónleika
og trúarbragða hjá hinum svonefndu frumstæðu þjóðum,
og ennfremur hjá sumum fornum menningarþjóðum, svo
sem Kanverjum, Egyptum og Hebreum. Sú þróun, sem ég
lýsti þá, leiðir hugann beint til þeirrar menningarþjóðar,
sem lagði grundvöllinn undir leiklist Norðurálfunnar. A
ég þar við Grikki eða Hellena, eins og þeir birtast á sjónar-
sviði sögunnar á síðustu öldunum fyrir Krists burð.
Flestir munu kannast eitthvað við hinar fornu grísku
goðahugmyndir, þá guði, sem kenndir eru við fjallið 01-
ympos. Enginn skyldi þó ætla, að þeir guðir hafi verið
einráðir í trúarheimi Grikkja, er tímar liðu fram. Hellas
var ekki einangrað land. Samgöngur við önnur lönd voru
góðar og mikið um ferðalög og mannflutninga. Hermenn
voru sendir i langar herferðir og voru langdvölum að
heiman. Komust þeir þá í kynni við menningu og trúar-
brögð fjarlægra þjóða. Kaupmenn ferðuðust með varning
sinn. Ánauðugt fólk var flutt til í stórhópum, ungir mennta-
menn fóru til frægra skóla og kennara, og yfirleitt hafa
menn þá sem nú haft mikinn áhuga á ferðalögum, bæði
þörfum og óþörfum. Þetta hafði þær afleiðingar, að alls
konar trúblendingur festi rætur hjá þjóðinni. Bæði goð-
sagnir um erlenda guði og helgisiðir framandi þjóða áttu
brátt fylgjendur meðal allra stétta. Einkum gætti þó áhrifa
frá Egyptalandi, Sýrlandi, Litlu-Asíu, fran og jafnvel enn
lengra að. Af þessu leiddi geysilega margbreytni og urn
leið glundroða í trúarhugmyndum fólksins, og virðast