Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 50

Kirkjuritið - 01.04.1953, Síða 50
116 KIRKJURITIÐ setið. Og hún gat ekki beygt sig á neinn hátt. Hún vann með því að standa upp við vegg og bjó til fögur póstkort. Safnaðahjálpin lætur ekki þar við sitja, að reka þessi hæli. Heldur hefir hún nú á síðari árum ráðið til sín kennara, sem ganga inn á heimilin og kenna öryrkjum að vinna. í Kaup- mannahöfn hefir safnaðahjálpin nú fjóra slíka kennara. Hún annast og sölu á munum þeim, sem öryrkjarnir vinna, bæði öryrkjar á öryrkjaheimilunum og öryrkjar, sem dvelja á sínum eigin heimilum. Safnaðahjálpin er svo snar þáttur í starfi dönsku safnaðanna, og í lífi dönsku þjóðarinnar, að fáir vildu án hennar vera. Þá sný ég mér að segja lítið eitt frá starfi nágrannakirkn- anna fyrir sjúklinga þá, sem liggja á sjúkrahúsum, sem rekin eru af því opinbera, því að það er líka mjög merkur þáttur í starfi kirknanna fyrir sjúka. Við sérhvert sjúkrahús, bæði í Svíþjóð og Danmörku, er fastráðinn sjúkrahúsprestur. Oftast er sjúkrahúsprestur sá prestur, sem gegnir prestsstarfi í sókn þeirri, þar sem sjúkra- húsið er staðsett. Þó er ekki þeirri reglu fylgt í Stokkhólmi né Kaupmannahöfn. Þar getur sjúkrahúspresturinn verið starf- andi prestur í annarri sókn. Aðeins einn prestur í Danmörku hefir ekkert starf annað en að vera sjúkrahúsprestur. Það er Pastor Lissner, sem er prestur við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Allir þeir, sem minntust á hann og starf hans, sögðu: „Þar er réttur maður á réttum stað.“ Ég ræddi nokkrum sinnum við hann um prestsstarfið við það mikla sjúkrahús, og var viðstaddur hjá honum skímar- athöfn og tvær guðsþjónustur. Ein af byggingum spítalans er kirkja, og þar fer fram guðsþjónusta á hverjum helgideg1- Vegna sjúklinganna er guðsþjónustan höfð mjög stutt. Er það gert í samráði við læknana. Auk guðsþjónustnanna á helgulT1 dögum, eru morgun- og kvöldbænir á flestum dögum í kirkj- unni. Presturinn sagðist hafa svo mikið starf, að hann kæmist alls ekki einn yfir það. Þess vegna höfðu þrír ungir prestar 1 borginni boðið sig fram sem sjálfboðaliða til að aðstoða hann- Hann sagði líka, að það væri sér mikil hjálp, að guðfræði stúdentar frá háskólanum önnuðust oft morgun- og kvöldbæmr- Ég spurði Pastor Lissner að því eins og alla þá sjúkrahus
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.