Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 50

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 50
116 KIRKJURITIÐ setið. Og hún gat ekki beygt sig á neinn hátt. Hún vann með því að standa upp við vegg og bjó til fögur póstkort. Safnaðahjálpin lætur ekki þar við sitja, að reka þessi hæli. Heldur hefir hún nú á síðari árum ráðið til sín kennara, sem ganga inn á heimilin og kenna öryrkjum að vinna. í Kaup- mannahöfn hefir safnaðahjálpin nú fjóra slíka kennara. Hún annast og sölu á munum þeim, sem öryrkjarnir vinna, bæði öryrkjar á öryrkjaheimilunum og öryrkjar, sem dvelja á sínum eigin heimilum. Safnaðahjálpin er svo snar þáttur í starfi dönsku safnaðanna, og í lífi dönsku þjóðarinnar, að fáir vildu án hennar vera. Þá sný ég mér að segja lítið eitt frá starfi nágrannakirkn- anna fyrir sjúklinga þá, sem liggja á sjúkrahúsum, sem rekin eru af því opinbera, því að það er líka mjög merkur þáttur í starfi kirknanna fyrir sjúka. Við sérhvert sjúkrahús, bæði í Svíþjóð og Danmörku, er fastráðinn sjúkrahúsprestur. Oftast er sjúkrahúsprestur sá prestur, sem gegnir prestsstarfi í sókn þeirri, þar sem sjúkra- húsið er staðsett. Þó er ekki þeirri reglu fylgt í Stokkhólmi né Kaupmannahöfn. Þar getur sjúkrahúspresturinn verið starf- andi prestur í annarri sókn. Aðeins einn prestur í Danmörku hefir ekkert starf annað en að vera sjúkrahúsprestur. Það er Pastor Lissner, sem er prestur við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Allir þeir, sem minntust á hann og starf hans, sögðu: „Þar er réttur maður á réttum stað.“ Ég ræddi nokkrum sinnum við hann um prestsstarfið við það mikla sjúkrahús, og var viðstaddur hjá honum skímar- athöfn og tvær guðsþjónustur. Ein af byggingum spítalans er kirkja, og þar fer fram guðsþjónusta á hverjum helgideg1- Vegna sjúklinganna er guðsþjónustan höfð mjög stutt. Er það gert í samráði við læknana. Auk guðsþjónustnanna á helgulT1 dögum, eru morgun- og kvöldbænir á flestum dögum í kirkj- unni. Presturinn sagðist hafa svo mikið starf, að hann kæmist alls ekki einn yfir það. Þess vegna höfðu þrír ungir prestar 1 borginni boðið sig fram sem sjálfboðaliða til að aðstoða hann- Hann sagði líka, að það væri sér mikil hjálp, að guðfræði stúdentar frá háskólanum önnuðust oft morgun- og kvöldbæmr- Ég spurði Pastor Lissner að því eins og alla þá sjúkrahus

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.