Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 43

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 43
BÖÐVAR BJARNASON 109 reglumaður í hvívetna. Ekki veit ég til, að kæmi dropi af víni á heimilið þann tíma, er ég dvaldist þar, og aldrei sá ég kveikt í pípu eða vindlingi. Hann var fyrirmannlegur í útliti og fasi og snyrtimenni svo af bar. Ströngustu reglu og nákvæmni var gætt í öllu, bæði um heimilishætti og nám. Munu flestir nemendur hans hafa kunnað að meta það, og hið hlýlega viðmót og vinarþel kennarans. Eigi veit ég til, að séra Böðvar hlyti nokkurn styrk til kennslu sinnar, enda hefir sennilega aldrei verið um hann sótt. Honum var nóg að hafa ungmenni í kringum sig, umgangast þau eins og góður faðir og miðla þeim af þekk- ingu sinni. Viðurkenningu hlaut hann heldur enga, svo að ég viti, aðra en þá minnisvarða, sem margir af nemendum hans hafa reist honum í huga sínum. Mér munu alltaf verða ógleymanlegar kennslustundirnar á Hrafnseyri, og oieðan ég lifi, mun ég minnast séra Böðvars með virðingu og þökk. Séra Böðvar kvæntist tvisvar á lífsleiðinni. Fyrri kona hans var Ragnhildur Teitsdóttir, gullsmiðs og veitinga- Wanns á Isafirði, og eignuðust þau fjögur börn: Bjarna, Guðrúnu (f), Þóreyju og Ágúst. Síðari kona hans var Margrét Jónsdóttir frá Hrauni í Keldudal, og varð þeim t’^'iggja barna auðið: Baldurs (f), Bryndísar og Baldurs. Ýar þá Margrét manni sínum skjöldur og skjól, þegar ævi- sól hans fór að lækka á lofti. Ýmsar heimildir eru til um ævi séra Böðvars, og vísast hér til þeirra. Þær helztu eru: 1) Morgunblaðið 29, 56. tbl., 2) Vísir 32, 66. tbl., 3) Tíminn 37, 66. tbl., og 4) Islenzkir guðfræðingar 1847—1947, Rvík 1947 (II, bls. 51—52). Reykjavík, 1. apríl 1953. Ámi Friðriksson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.