Kirkjuritið - 01.04.1953, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.04.1953, Blaðsíða 40
106 KIRKJURITIÐ En mannkynssagan kann að greina marga, sem fyrst urðu „dúxar“, þegar kom út í lífið. Einn af þeim var séra Böðvar. Embættisár Böðvars Bjarnasonar urðu mörg, starfsdag- urinn langur. Honum var veittur hinn sögufrægi staður, Hrafnseyri, 27. ágúst 1901, frá fardögum það ár, og vígður 13. apríl árið eftir. Þessu brauði, þar sem andi Jóns Sig- urðssonar sveif yfir vötnunum, þjónaði hann síðan í fjöru- tíu ár, eða til fardaga 1941. Hann var settur prófastur í Vestur-Isafjarðarprófastsdæmi um skeið á árinu 1929, en skipaður prófastur þar frá 27. maí 1938. Séra Böðvar var hinn vígði þáttur í prestahópi Arnarfjarðar, meðan hann sat Hrafnseyri. Aðrir prestar komu og fóru, eins og gerist og gengur, og varð hann tvívegis að bæta við sig Bíldu- dalsprestakalli (1929 og 1939). Þjónaði hann þá öllum Arnarfirði frá Sléttanesi að Kóp. Atorka Bjarna á Reykhólum var séra Böðvari í blóð borin. Að vísu varð ekki Hrafnseyrarbúið mælt með sömu alin og föðurgarðurinn á Reykhólum, en var þó með stærsta móti, eftir því sem gerðist í Arnarfirði þá. En það, sem setti svip á staðinn, var nýtni og snyrtimennska. Það leikur enginn efi á því, að séra Böðvar var búhöldur frábær, þótt hann gengi ekki til erfiðisvinnu með fólki sínu, þegar ég þekkti til, en til þess lágu aðrar orsakir. Það var varla það tránaðarstarf í hreppnum, sem hann komst hjá að taka að sér, fyrr eða síðar, en auk þess var hann sýslunefndar- maður í Vestur-lsafjarðarsýslu, póstafgreiðslumaður, síma- stjóri og kaupfélagsstjóri, svo að eitthvað sé talið, en a sviði kaupfélagsmálanna var hann brautryðjandi í byggð' arlagi sínu og kom á beinum vöruskiptum við útlönd. Þegai þess er gætt, hve sveitin var lítil og fátæk og aldarandinn lítt mótaður til samvinnu, gefur þetta nokkra hugmyn^ um persónugervi séra Böðvars og stórhug. Þó að ég sem leikmaður kunni vart að þykja dómbm1 á því sviði, þá tel ég óhikað, að séra Böðvar hafi verið afburða kennimaður. Hann lagði mikla vinnu í ræðm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.