Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 40

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 40
106 KIRKJURITIÐ En mannkynssagan kann að greina marga, sem fyrst urðu „dúxar“, þegar kom út í lífið. Einn af þeim var séra Böðvar. Embættisár Böðvars Bjarnasonar urðu mörg, starfsdag- urinn langur. Honum var veittur hinn sögufrægi staður, Hrafnseyri, 27. ágúst 1901, frá fardögum það ár, og vígður 13. apríl árið eftir. Þessu brauði, þar sem andi Jóns Sig- urðssonar sveif yfir vötnunum, þjónaði hann síðan í fjöru- tíu ár, eða til fardaga 1941. Hann var settur prófastur í Vestur-Isafjarðarprófastsdæmi um skeið á árinu 1929, en skipaður prófastur þar frá 27. maí 1938. Séra Böðvar var hinn vígði þáttur í prestahópi Arnarfjarðar, meðan hann sat Hrafnseyri. Aðrir prestar komu og fóru, eins og gerist og gengur, og varð hann tvívegis að bæta við sig Bíldu- dalsprestakalli (1929 og 1939). Þjónaði hann þá öllum Arnarfirði frá Sléttanesi að Kóp. Atorka Bjarna á Reykhólum var séra Böðvari í blóð borin. Að vísu varð ekki Hrafnseyrarbúið mælt með sömu alin og föðurgarðurinn á Reykhólum, en var þó með stærsta móti, eftir því sem gerðist í Arnarfirði þá. En það, sem setti svip á staðinn, var nýtni og snyrtimennska. Það leikur enginn efi á því, að séra Böðvar var búhöldur frábær, þótt hann gengi ekki til erfiðisvinnu með fólki sínu, þegar ég þekkti til, en til þess lágu aðrar orsakir. Það var varla það tránaðarstarf í hreppnum, sem hann komst hjá að taka að sér, fyrr eða síðar, en auk þess var hann sýslunefndar- maður í Vestur-lsafjarðarsýslu, póstafgreiðslumaður, síma- stjóri og kaupfélagsstjóri, svo að eitthvað sé talið, en a sviði kaupfélagsmálanna var hann brautryðjandi í byggð' arlagi sínu og kom á beinum vöruskiptum við útlönd. Þegai þess er gætt, hve sveitin var lítil og fátæk og aldarandinn lítt mótaður til samvinnu, gefur þetta nokkra hugmyn^ um persónugervi séra Böðvars og stórhug. Þó að ég sem leikmaður kunni vart að þykja dómbm1 á því sviði, þá tel ég óhikað, að séra Böðvar hafi verið afburða kennimaður. Hann lagði mikla vinnu í ræðm

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.