Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 70

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 70
356 KIItKJUKITIÐ ræna tungu, varð að leita annars staðar eftir lijálp. Þar kom hið fornenska stafróf í góðar þarfir svo og fornensk orð er lientug voru og samlöguðust auðveldlega íslenzku máli. Ég leyfi mér að lesa liér kafla úr liinni merku Eimreiðar- grein dr. Jóns Stefánssonar um þessi efni. Þar segir svo: „Að kenna liið fornenska starfróf var eitt fyrir sig ærið verk, en kennarar Rúðólfs munu liafa unnið það verk með yfirstjórn Iians. Lítur svo úl sem kunnátta í því liafi breiðzt úr fljótl fra liöfðingjasetrunum, er synir liöfðingjanna höfðu numið það. öllum var augljóst, að liið nýja letur tók hinum þunglama- legu rúnum mjög svo fram. Það liafði þann mikla kost, að hljóð í íslenzku, sem latínuletur liafði enga stafi til að tákna, „þ“, „ð“, „æ“ og fleiri voru táknuð í fornenska stafrófinu. Þa komu m. a. þessi ensku orð inn í íslenzku: Slafr (bókstafr), fornenska stæf; stafróf, fornenska stæfrow; að rita, fornenska writan, í elztu íslenzku handritum kemur fyrir: að writa. Rúð- ólfur mun liafa notað við kennslu í latínu og málfræði þýð- ingu Ælfrics ábóta á málfræði Priscians, með orðasafni aftan við og Colloquium ad pueros linguae latinae locutione exer- cendos, þ. e. Samtöl til að æfa sveina í að tala latínu. Þær voru nýjustu kennslubækur, sem völ var á í Englandi og kennsla a jieim var handhægari en venja var til um þær mundir. Rúðólfur lagði móðurmálið en ekki latínu til grundvallar. Englendingar liöfðu vanizl við að rita á móðurmáli sínu í rúm- lega ]irjú hundruð ár. Þetla hafði ómetanlega þýðingu fyrxr ritöld vora. Norðmenn rita á latínu framan af. Á Islandi ritar Sæmundur fróði á latínu, enda liafði liann lærl á Frakklandi- Smárn saman færðust klerkar, útlærðir í Bæ, út um landið- I kyrrþey skipulagði Rúðólfur kirkju á Islandi, eflir fyrirmynd hinnar fornensku kirkju. Varð hann þá, fyrst og fremst að taka upp í íslenzku öll orð fornensku kirkjunnar á helgum at- liöfnum og tíðum. Lærisveinar Rúðólfs höfðu um liönd þessi kirkjuorð daglega, svo að þau urðu þeim töm í máli og urðu íslenzka“. Þannig farast dr. Jóni Stefánssyni m. a. orð um störf Rúðólfs biskups í Bæ. Ég geri þessi lians orð að niínuni. Ég er sann- færður um að í höfuðatriðum er þessi skoðun hans rétt. Gretn dr. Jóns fylgir alllangur listi fornenskra orða og þau borin

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.