Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 81

Kirkjuritið - 01.07.1963, Page 81
KIRIUUIÍ 1TU> 367 scra Stefán Thorareiisen frá Kálfatjörn, er ]»á var uppgjafar- prestur í Reykjavík, fyrir altari. Er mér ekki síður minn- isstætt liið Ijósa og fagra tón hans. Fór ég ]>á oft í kirkju og Itafði af ]»ví bæði ánægju og uppbyggingu. Og er ég um sum- arið í ágústmánuSi útskrifaðist lir prestaskólanum, fór ég þegar að skyggnast um eftir prestakalli. Átti ég kost á tveimur litl- iim og tekjurýrum brauðum í Rangárvallasýslu, sem þá voru laus, Eyvindarhólum og Stóruvöllum á Landi, og valdi ég liið síðara. Fékk ég samþykki sóknarnefndar og var það látið gilda sem kosning. Afbenti ég umsókn mína og yfirlýsingu sóknar- nefndar, Magnúsi landshöfðingja Stephensen, er síðan veitti mér þetta prestakall. Er ég kom á fund landsliöfðingja, segir liann: „Ætlið þér virkilega að sækja um Stóruvelli, það er ekk- ert prestakall?“ Voru þessi ummæli að því leyti sönn, að Stóru- vellir voru að miklu leyti komnir í auðn af sandfoki, búið var að rífa kirkjuna og staðinn, en byggja lítinn torfbæ upp úr t'ústunum. Stóruvallasókn var að mestu lögð til Skarðssóknar, eri nokkrir bæir þó til tveggja sókna, Árbæjar og Marteins- tungn í Efri-Holtaþingum. Einnig liöfðu kúgildi staðarins verið seld fyrir lítið verð. Var því ekki bægt að segja, að aðkoma væri góð að prestakallinu. Lét ég þó ekki þetta á mig fá, þar sem sóknarbúar óskuðu að fá mig, eftir að liafa verið prestsláusir í 4 ár, að öðru leyti en þjónustu nágrannaprests. Tók ég svo prestsvígslu af Hallgrími biskupi Sveinssyni á Mikaelsmessu (29. sept.) sama ár, ásamt fjórum öðrum. Eru nú þessir vígslu- Itræður allir dánir, en þeir voru séra Guðmundur í Gufudal, sera Guðmundur Helgason á Bergsstöðum í Svartárdal, séra ^lafur Sæmundsson, aðstoðarprestur að Hraungerði og séra Sigfús Jónsson að Hvammi í Laxárdal. Sá síðastnefndi sté í stólinn, en vígslu lýsti Þórballur Bjarnason. Hér er ég þá kominn að mikilsverðum áfanga í lífi mínu, að tmiamótum, sem að miklu leyti mörkuðu lífsstefnu mína á ókominni tíð. Löngun mín var að gerast prestur og ég vibli (‘‘ggja fram veika krafta mína til þess. En í trausti til Guðs gekk ég að þessu starfi og með þeim fasta ásetningi að leysa lrað sem bezt og samvizkusamlegast af hendi eftir því sem náð I'uns veitti mér styrk og kraft til. Laust fyrir veturnætur baustið 1889 fluttist ég alfarinn úr

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.