Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1971, Page 16

Kirkjuritið - 01.12.1971, Page 16
hann kannski talað um fyrir mér og haft mig ofan af þessu. Ég var þó að vinna fyrir mér ó Hvítárbakka sumarið nœsta, og í ágúst fékk ég lánaða hesta og reið fram að Gils- bakka á sunnudegi. Ég sagði engum frá því, hverra erinda ég vœri að fara. Þá stóð svo á, að verið hafði messa á Gilsbakka, og altarisganga. Séra Einar Pálsson í Reykholti var þar. Þeir messuðu hvor hjá öðrum til skiptis einu sinni á ári þessir tveir prestar. Ég bað svo um samtal við séra Magnús, og hann tók mig með sér inn í herbergi nokkurt. Þar sagði ég honum frá öllu og bar það undir hann, bað um álit hans. Hann var þögull góða stund. Það var honum líkt. Hann var ákaflega grandvar maður og sagði ekkert van- hugsað. En það undraði mig, og það undrast ég enn, að ég skyldi hitta á slíkan mann, sem tók þessu sem alveg sjálfsögðu og hafði ekkert við það að athuga, að ég œtlaði að verða kristniboði. En hann hefur eitt- hvað þekkt til kristniboðs, enda hafði hann verið biskupsritari í Reykjavík. Og hann þekkti til Sigurbjörns Gísla- sonar og sagði mér þá, að hann vœri eiginlega eini maðurinn hér á landi, sem fylgdist með í þessum málum og gœti gefið leiðbeiningar. — Þar með hafði hann staðfest hug- boð mitt um, að þetta myndi vera Guðs vilji. Sigurbjörn og séra Jóhann — Um haustið fór ég svo til Reykja- víkur, og þá talaði ég við Sigurbjörn í Asi og hitti svo á, að hjá honum 14 var staddur maður, sem ég þekkfl ekki, en fékk þó fljótlega að vit0, hver hann var. Það var séra Jóhann Þorkelsson, sem var raunar e' heitur kristniboðsvinur. Hann hafð' unnið að því ásamt séra Oddi Gísla syni að skapa skilning meðal presta stéttarinnar á kristniboði. Fyrir áhn þeirra hafði verið rœtt um málið 0 synodus, en það hafði fengið htlar undirtektir. Ég œtlaði að kalla Sigurbjörn á ein tal, en hann sagði, að þess þyr^' ekki með, því að hér vœri nú staddar kristniboðsvinur, sem hefði ánœgiu ° þvi að heyra það, að ungur íslend ingur vildi verða kristniboði. Hann sagði mér seinna, Sigurbjörn' að það hefði komið fyrir sig e'nU sinni áður, að til hans kœmi un9 lingur, sem vildi verða kristnibod1, — Og enn sagði hann mér, að e9 yrði að komast til Danmerkur e^a Noregs á kristniboðsskóla. — Vissirðu nokkuð um þennan annan ungling, sem langaði að verð° kristniboði? — Nei, en ég veit þó um fle'r' dœmi slíks. Einkum virðist slíkt ha borið fyrir unglinga á fermingaraldrli Og það sagði Ásmundur biskup rner einu sinni, þegar þetta barst i við hann: ,,Já, ég veit nú um mann' sem fékk þetta sama hugboð, þe9 hann var tólf ára. Hann var nú Bor9 firðingur eins og þú. — Það ^ hann Ási í Reykholti." — Sem sa^ hann sjálfur. — Seinna fékk hann gp svo meiri frœðslu í trúarefnum, hann skildi mig og virti mig. Kona hans var dóttir séra Magnúsar á Gil5 bakka. J

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.