Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1971, Page 64

Kirkjuritið - 01.12.1971, Page 64
hið nýfœdda sveinbarn var konungur, sem vald ótti á himni og jörðu. Bœði þessi efni, skírn Jesú og vitjun vitr- inganna voru b i r t i n g, opinber- un, epifaneia, ó dýrð hans. Greinarmunur hátíðanna verður svo sá, að jólin verða hátíð þess, að Guð birtist í litlu barni meðal manna og gjörist bróðir þeirra, en e p i - f a n i a eða þrettándinn hefir að höfuðinnihaldi hið guðlega eðli þessa barns, sem svo skýrt kom fram við skírn Jesú I ánni Jórdan, er himnarnir lukust upp, og rödd af himnum sagði: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á". Aðventan verð- ur á vissu tímaskeiði undirbúnings- tími beggja hátíðanna, jóla og þrett- ánda eða epifaniu 1 Vesturkirkjunni. Þróunarsaga aðventu er þvi í nán- um tengslum við báðar þessar há- tíðir, þess vegna hafa þœr orðið að umtalsefni. f Austurkirkjunni er engin aðventa í sömu merkingu og við höldum aðventu. Að höfuðstofni er hún komin inn í Vesturkirkjuna á 6. öld, en á tímabilinu frá öndverðri 4. öld, þegar jólahátíðin er rótföst orðin og til 6. aldar gerist töluverð þróunarsaga. Fyrsta atriðið, sem nefna ber eru svonefndar fjórðungs- tíðir, quattuor tempora, er á íslenzku nefnist s œ I u v i k a eða imbrudagar. Imbrudagar Uppruni imbrudaga er ekki fyllilega öruggur, en þeir eru ein elzta daga- setning um helgihald og föstu í Róm. Við nefndum þessa dagasetningu fjórðungstíðir, en upphaflega erU þessi tímabil aðeins þrjú. Þrisvar 0 ári var stutt tímabil trúarlegrar eno urhœfingar. Þetta var ein vika, sem haldin var í júní, september °9 desember. Vika þessi nefni5* í almanakinu sceluvika. Endurhcefin9 þessi fólst í föstu og bœnahaldi- Miðvikudagur og föstudagur v°rU haldnir sem dagar föstu svo og l°u9 ardagur til kvelds, en þá hófst ncetat vaka, er stóð þar til elda tók af deg1- Tólf rœðingar eða ritningarlestta' voru fluttir ásamt söngvum, bcennn1 og messu, likt og á páskavöku. Þess|r þrír dagar eru oftast sérstakle9a nefndir imbrudagar. Fjórðungstíð'r voru með þriggja mánaða milli'31 '■ sumar, haust og vetur, en engin scelu vika haldin að vori. Sœluvikur v°rU einnig sem nokkurs konar þakkor gjörðardagar fyrir uppskeru. dpP skerutími hveitis, víns og olíu ta saman við þessar fjórðungstíðir ítalíu. Töldu þvi ýmsir, að sennile9a œttu þœr rót sína að rekja til þa arhátiða fyrir uppskeru. Vitnisburður Leo páfa, hins mika^ er uppi var á 5. öld, er annar o9 sennilegri um dagasetningu þ®5^ Hann sagði imbrudaga eiga rót s' ^ í postullegri venju og svo virðis > sem i sið-gyðingdómi hafi svipa venju verið haldið eftir því sem Sa ^ ria spámaður kemst að orði. I han ritum, sem fundust við Dauðaha1^ 1947, er sagt frá því í textum, se eru samtima jarðvist Frelsarans, þrjú eða fjögur tímabil sérstaks bcenCþ halds séu á ári hverju. í Róm fá ÞeS tímabil að nokkru nýtt innihald 0 62

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.