Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1971, Side 66

Kirkjuritið - 01.12.1971, Side 66
áhrifum frá Austurkirkjunni. í Galliu var epifania haldin bœði sem fœð- ingarhátíð Frelsarans og skírnarhá- tíð áður en jólahátíðin, 25. desember, fœr rótfestu. Á fjórðu öld er vitað um þriggja vikna aðventu í Galliu og öld síðar er nefnd 40 daga fasta til jóla og hefst hún 11. nóvember og nefnist fasta heilags Marteins frá Tours. Messudagur heilags Marteins er 1 1. nóvember. En sé betur að góð, þá miðast þessi fasta við epifaniu. Til epifaniu eru 40 dagar föstu, þeg- ar laugardögum og sunnudögum er sleppt, en á þeim dögum var ekki fastað. Þessi áhrif hins langa undir- búnings berast til Rómar frá Galliu. Þar verður þessi undirbúningstimi að fjögurra vikna aðventu. Gregorius páfi, hinn mikli, sem uppi var um 600, predikar á aðventu, fjóra sunnu- daga fyrir jól. Föstu einkennin eru þannig komin frá Frakklandi i að- ventu og þvi tölum við einnig um jólaföstu. Þetta er þá saga aðventu eða jólaföstu og enn stendur hún i 4 vikur fyrir jól. Hún hefst sunnudag- inn, sem nœstur er Andresarmessu 30. nóvember, en einkenni aðventu n ú er fyrst og fremst vitundin um komu Frelsarans og sömuleiðis vitundin um endurkomu Krists á efsta degi. Að- ventan er undirbúningstími fyrir þá komu einnig. Þetta einkenni má sjá á guðspjallinu, sem lesið er á annan sunnudag í aðventu. Föstu einkennin eru látin koma fram í lit messuklœð- anna, hinum fjólubláa, yfirbótarlit kirkjunnar, sömuleiðis í niðurfellingu á höfuðlofsöng formessunnar G I o r i a , eða englasöngnum á jólanótt, sem ávallt og viðast hvar er sunginn i messu n e m a á löngu föstu og jólaföstu. ,,Ó, kom, Immanúel"__________________ Sums staðar eru hátíðahöld e^° •S skemmtanir látnar niður falla, a mestu, á þessu tímabili og brúðkauP fara helzf ekki fram. Þrátt fyrir þetta er föstueinkennið ekki sérlega ábei' andi, þvi að það hefir verið y^r skyggt af eftirvœntingunni. Þessi efj' irvœnting fœr fyllingu sína i jólaha tíðinni, þegar trúuð sál skynjar a einstœðan hátt, að Guð er með osS’ I t Við þessa eftirvœntingu miðar a i helgihaldinu, eftirvœntingu, seíri samtímis horfir fram til þess mikla dags, þegar alveldi Guðs birtist me komu sonar hans í mœtti og dýr°' Fyrstu tónar hinnar sigildu mes5LJ sunnudaganna í aðventu enduróm0 þessa eftirvœntingu. - ,,Til þin hef éq sálu mina Gu , . , ■++ " minn, a þig set eg traust mm- „Sionsbúar, sjá, Drottinn 171011 koma til þess að frelsa þjóðirnar' og Drottinn mun láta dýrð radda sinnar hljóma hjörtum yðar til fa9n aðar". . „Verið ávallt glaðir í Drottni, 9a vild yðar verði öllum mönnum kulin ug, Drottinn er í nánd." ^ Bœnirnar i formessunni hefjast sömu orðum, er miða við þessa e^u vœntingu og árvekni í henni. ,<l-JpP vek þú oss og k o m ." Alþýðuguðrceknin hefir og tengf þessa eftirvœntingu ytra atferli heimilunum. Einhvern tíma ekki r 64

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.