Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1971, Side 76

Kirkjuritið - 01.12.1971, Side 76
Björns M. Ólsen um þetta mál. Þó skal það viðurkennt, að fornminja- gröftur er líklegur til að koma fram með endanleg sönnunargögn í þessu máli, og ekki má fullyrða hér neitt að svo stöddu. Þess skal getið hér, að „lögberg" Manarbúa á „þingvelli" þeirra, „Tyn- wald", bendir til staðsetningar þeirr- ar, sem hér er haldið fram. Skemmtileg er sú arfsögn þar, að menn hafi borið mold úr einstökum landshlutum á Lögbergshœðina. Gœti það hafa verið gert hér. Aðstœður margar hafa annars raskazt hér á Þingvöllum við jarðskjálfta og snögg landsig og sífelld. Gjárveggurinn að baki Lögbergi stendur þó lítt hagg- aður. í gagnmerkri grein „Með lögum skal land byggja", þar sem rœkilega er vikið að rœðu Þorgeirs Ljósvetn- ingagoða, lýsir Magnús Olsen því fagurlega, hver kraftur hafi fylgt loka- orðum rœðunnar: „Es vér slltum I sundr lögin, at vér munum slíta ok friðinn". Við hugsum okkur hamravegginn bergmála þessi orð út yfir gjörvallan Þingvöll og hjörtu allra þar, út um ísland allt. Þannig hefur sannast fyrr og siðar, að klettarnir hafa bergmálað sann- leikann, svo að notað sé orðalag Grundtvigs og minnst um leið orða Matthíasar um orð frelsisins, er hamraveggirnir hér geymi og láti hljóma. Hafi svo Jón Hnefill Aðalsteinsson þökk fyrir bók sina. Eiríkur J. Eiriksson. þakkargjörð á jólum PRÆFATIO DE NATIVITATE DOMINI V. Drottinn sé með yður. R. Og með þínum anda. V. Lyftum hjörtum. R. Vér hefjum þau til Drottins. V. Látum oss þakka Drottni Guði vorum. R. Það er maklegt og réttvíst. V. Sannlega er það maklegt og réttvíst, skyldugt og mjög hjálpsamlegt, að vér alla tíma og í öllum stöðum lofum þig og þökkum þér, þú heilagi Drottinn, almáttugi Faðir og eilífi Guð, fyrir Jesúm Krist, vorn Drottin. Hann, sem er Ijómi dýrðar þinnar og ímynd veru þinnar, og þú hefir heimana fyrir gert og ber allt með orði máttar síns. Vér þökkum þér, að þú gafst oss þennan þinn eingetinn Son, er af Heilögum Anda og af holdi Maríu meyjar gjörðist maður, syndlaus, að taka burt alla heimsins synd. Þess vegna með englunum og höfuðenglunum með tignunum og drottinvöldunum, ásamt öllum himneskum hirðsveitum lofum vér þitt heilaga nafn óaflátanlega segjandi: R. Heilagur, heilagur, heilagur ert þú Drottinn, Guð allsherjar. Himnarnir og jörðin eru full af dýrð þinni. Hosianna í hœstum hœðum. Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins. Hosianna í hœstum hœðum. 74

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.