Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1971, Side 78

Kirkjuritið - 01.12.1971, Side 78
hafa hug á að kynnast sögu þessa manns betur, þegar tœkifœri gefst nú til að kynnast einni bóka hans á ís- lenzku, en sú bók, sem kemur út inn- an skamms, hefur hlotið heitið: NEÐANJARÐARKIRKJAN. Bústaðakirkja vígð Hinn 28. nóvember s. I., á fyrsta sunnudegi í Aðventu, vígði biskup landsins, herra Sigurbjörn Einarsson Bústaðakirkju í Reykjavík. Rœttist þar draumur safnaðar, sem hefur staðið af frábœrum dugnaði að því að koma sér upp veglegu musteri. Er kirkjan teiknuð af Helga Hjálmarssyni, en byggingarmeistari var Davíð Kr. Jens- son. Tók sóknarpresturinn, séra Ólafur Skúlason, fyrstu skóflustungu kirkj- unnar kl. 8 að morgni hinn 7. maí 1966 og hefur slðan verið unnið á hverju ári eftir því, sem fé leyfði þar til nú í sumar að aflað var lánsfjár. Fyrsti sóknarnefndarformaður var A."el L. Sveins og tók hann við stjórn- artaumum við stofnun safnaðarins sumarið 1952, og fyrsti prestur var séra Gunnar Árnason. Núverandi for- maður er Guðmundur Hansson, en safnaðarfulltrúi er Ottó A. Michelsen, og gjaldkeri er Helgi Eysteinsson. Við vígsluna var flutt tónverk, sem sérstaklega var samið af Jóni Ásgeirs- syni í þessu tilefni og tileinkað kirkj- unni. Annaðist kirkjukórinn allan söng undir stjórn organistans Jóns G. Þór- arinssonar. Þó sjálf kirkjan sé nú tilbúin, er mikið eftir enn, þar sem er allt safn- 76 aðarheimilið. Er áœtlað að leitast við að taka í notkun á þessum vetrl safnaðarsal, sem líka þjónar sem tengisalur við kirkjuskipið, þegar ekk' komast allir 1 sœti kirkjunnar, sem erU 350. Þá hefur sóknarpresturinn flutt skrifstofu slna í kirkjuna og hefur þa( sinn viðtalstíma. Frá því vígslan f°' fram hefur kirkjan œtlð verið þett' setin, og á aðfangadag og jóladag voru um 1000 manns, sem sóhu messurnar hvorn dag. Álitsgerð Prestastefnu íslands 1971 * ð' Til áréttingar og í beinu framhaldi af urT,r um og álitsgerð síðustu prestastefnu, er I aði um kristna frceðslu í skólum, hefur að P sinni verið rœtt um kristna uppeldismotun skyldur þjóðkirkju við alla þegna samfélagsl Skóli og kirkja vinna þar að sameigime^. verkefnum og œttu að stefna að einu ma ^ að ala upp sjálfstœða einstaklinga, sem re líf sitt á grundvelli kristinnar trúar og siög Á þessum tímum umbrota og rótleysis, Þ~ svo margir virðast missa fótfestu og finna e^ lífi sínu tilgang, er þess brýn þörf, °Qg kristnir uppalendur, svo sem kirkja, skóli heimili, haldi vöku sinni í hvívetna og ^ markvisst saman að aukinni kristinni uppe mótun. Prestastefnan lýsir ánœgju sinni með un^.g tektir fjölmargra skólamanna og annarra stefnu kirkjunnar að auknum, kristnum óhri^^ í skólum landsins, fagnar því samstarfi, ^ þegar hefur tekizt með þessum aðilum ^ vœntir þess, að kristin frœði eigi lífsmótandi afl í skólastarfinu. III. Hið ótvírœða hlutverk kirkjunnar í heirm er að vinna menn til trúar á Jesúm Krist' álítur prestastefnan, að kirkjunni beri skylo inum

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.