Kirkjuritið - 01.06.1972, Page 66

Kirkjuritið - 01.06.1972, Page 66
samkoma var mjög fjölsótt. Þá er þess og getið, að haldin hafi verið páskavaka í Langholtskirkju í Reykja- vík. Stóð hún til sólarupprásar. Þeg- ar flezt var, voru staddir þar 1000 manns og 300 gengu til altaris um morguninn við guðþjónustu. Sr. Bern- harður Guðmundsson sá um undir- búning vöku þessarar og stjórnaði henni, en hún var haldin að frum- kvœði skiptinema. AÐALFUNDUR PRESTAFÉLAGS ÍSLANDS Aðalfundur Prestafélags íslands var haldinn í Félagsheimili Hallgríms- kirkju, mánudaginn 19. júní. Formað- ur félagsins, sr. Grímur Grímsson, flutti skýrslu stjórnarinnar og stjórn- aði síðan fundinum. Aðalumrœðu- efni fundarins var aukaverk presta. Urðu miklar umrœður um það mál. Kom þar m.a. fram, að nauðsynlegt vœri, að hver sóknarprestur hefði það fyrir höfuðreglu að vinna ekki aukaverk í annarra prestaköllum, nema viðkomandi sóknarprestar hefðu rœtt það sín á milli. Þá var borin fram tillaga þess efnis, a^ fundurinn samþykkti, að gefnu til- efni, að stjórn Prestafélags íslands bœri að hafa forgöngu um allt, er varðaði launamál stéttarinnar. Var þessi tillaga samþykkt. Skipuð var nefnd til að íhuga fyrirkomulag a greiðslum fyrir aukaverk. íhugan hennar skal einkum beinast að þvl að finna aðra leið en tíðkazt hefir um greiðslur án þess að skerða kjör stéttarinnar, sem slœm eru fyrir- Þessa nefnd skipa þeir sr. Jónas Gíslason, sr. Garðar Þorsteinsson, prófastur og sr. Þorleifur Kristmunds- son. Stjórn félagsins var endurkjörin- Hana skipa: Sr. Grímur Grímsson, sr- Jón Árni Sigurðsson, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, sr. Ólafur Skúlason og sr. Arngrímur Jónsson. Fundurinn var vel sóttur. 160

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.