Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 48

Kirkjuritið - 01.09.1973, Page 48
L. G. TERRAY: „Enginn skyldi nálgast Gyðinga nema hann unni þeim” Lífsstarf norsks kristniboða og prests meðal Gyðinga í Austur-Evrópu Gísli Jónsson hét einn Skálholtsbiskupa forðum. Nöfnin Gisle Johnson, Jon Johnson og Johannes Johnson eru allkunn í Nor- egi, einkum með þeim mönnum, sem eitthvert skyn bera á kirkju- og kristnilíf þar í landi. Einna kunnastur þeirra frœnda, sem sagðir eru í cett við Gísla Skálholtsbiskup, munu þeir vera Gisle Johnson, prófessor, sem var mikill áhrifamaður í norskri kirkju á síðustu öld, og bróðursonur hans, Johannes Johnson, kristniboði og síðar prestaskólakennari í Osló. Son þess síðar- nefnda er Alexander Johnson, biskup í Hamri, gáfumaður og mœlskumaður eins og þeir frœndur fleiri. Grein sú, er hér fer á eftir, segir frá prestinum og kristniboðanum, Gisle Johnson, er helgaði líf sitt Gyðingum í Ungverjalandi. í Noregi er mikiM og vaxandi áhugi fyrir kristniboði meðal Gyðinga, einkum 1 ísrael. Greinin birtist fyrir rösku ári í fylgiblaði dagblaðsins ,,Dagen", sem helgað var kristniboði meðal Gyðinga. Höfund- urinn er aðalframkvœmdastjóri Hins norska kristniboðs í ísrael og ritstjóri tímarits þeirra samtaka. 238

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.